Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 38
36
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
megintakmarkið með tíðagjörðinni að örva söfnuðinn til virkari þátt-
töku í tilbeiðslunni.37
Sr. Siguður Pálsson hélt áfram að gera tilraunir við guðsþjónustur
í Selfosskirkju, sem vöktu stundum athygli. Þannig birtist frétt í Vísi
27. apríl 1965 um páskavöku í Selfosskirkju. í fréttinni segir að Sel-
fosskirkja hafi haft orð á sér fyrir að vera kaþólsk að yfirbragði og
eins sóknarpresturinn sjálfur. Páskavökunni er lýst. Þar segir að ljós
hafi verið slökkt og fermingarbörn gengið skrúðgöngu að kirkjudyr-
um þar sem kveiktur var hinn nýi eldur, og svo voru tendruð ljós á
páskakertinu með viðeigandi atferli sem sóknarpresturinn leysti af
hendi, eins og segir í fréttinni. Þar segir einnig að Selfossbúar hafi ver-
ið snortnir af athöfninni, „sem var endurvakning gamals kristins siðar
innan þjóðkirkjunnar, fordæmi í iðkun kristindóms þar sem söfnuður-
inn var virkur þátttakandi í guðs tilbeiðslu á hátíð eilfíðar og ljóss.“
Um ástæður þess að hann réðst í að halda þessa páskavöku segir sr.
Sigurður í samtali við Vísi: „Þessi viðhöfn er upprunnin í frumkristni í
Austurlöndum og táknar nýtt líf, sem hefst með komu Krists. Þetta er
kristindómur í framkvæmd. Mér hefur alltaf fundizt páskanóttin sér-
staklega til þess fallin að halda hana heilaga, ekki síður en jólanótt, og
eftir því sem ég kynntist þessari athöfn nánar, komst ég að því, að sere-
monían hefur mikið fræðslugildi; þess vegna hef ég sett fermingarbörn
mín inn í þetta. Þau önnuðust söng og voru virkir þátttakendur.“38
Ekki er vafi á því að litúrgíska hreyfingin mótaði guðsþjónustu ís-
lensku kirkjunnar verulega á sjöunda og áttunda áratugnum. Og
vissulega voru ekki allir ánægðir með þá ummótun sem var að eiga
sér stað á helgihaldinu. Meðal þeirra var Andrés Kristjánsson rit-
stjóri, sem flutti útvarpserindi „Um daginn og veginn“ í ársbyrjun
1967, fór þar hörðum orðum um jólaguðsþjónustu sjónvarpsins og
talaði í því sambandi um kaþólskar tilhneigingar innan kirkjunnar.
Söngur guðfræðinema í messunni minnti hann á gregoríanskan
munkasöng.39 Einnig gagnrýndi hann helgisiði þá sem tíðkuðust í
Selfosskirkju og fannst það forkastanlegt af biskupi að leyfa messu-
bók sr. Sigurðar Pálssonar án þess að kirkjuþing hefði tekið um það
formlega ákvörðun. Sr. Jón Auðuns tók undir þessa gagnrýni og taldi
að endurlífgun gamalla helgisiða og úreltra trúarhugmynda myndi
„loka leiðum þorra manna til Krists.“ Hann taldi að breytingarnar á
helgisiðunum bentu til þess að kirkjan væri orðin prestakirkja sem
væri óðum að fjarlægjast fólkið í landinu.40