Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 137

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 137
andvari AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 135 stormasama viðkomu. Um hið síðara, Harald Björnsson, gegndi öðru máli. Hér skulum við beina sjónum okkar að árunum 1925 til ’27, þegar Indriði var einn um hituna og flest lék í lyndi fyrir honum. Hann var kosinn for- maður L.R. á aðalfundi 1925 og sat í því embætti til hausts 1928, þegar hann sagði óvænt af sér í kjölfar harðvítugra átaka. Fyrstu verkefni Indriða sýna, að hann var afar metnaðarfullur leikstjóri, að maður ekki segi leikhúsfrömuður, því að sem formaður var hann í raun og veru hæstráðandi um verkefnaval. Ein af fyrstu sýningum hans var Dansinn í Hruna, þjóðsagnaleikur Indriða afa hans, sem var frumsýndur jólin 1925. Dansinn í Hruna er fjölmennt verk og gerir miklar tæknilegar kröfur, eigi að magna fram á sviðinu hinn tröllaukna dularblæ, sem kynngi- magnaðir atburðir leiksins kalla á. Pessi sýning hlaut mjög vinsamleg um- mæli í bæjarblöðunum, þó að sumir gagnrýnenda fyndu talsvert að svið- setningunni og þætti margir leikenda ekki valda hlutverkum sínum.10 Engu að síður voru menn sammála um, að miðað við allar aðstæður hefði furð- anlega vel til tekist með sum erfiðustu atriðin, t.d. lokaatriðið, þegar kirkj- an í Hruna sekkur í jörð. Því miður hafði þó enginn leikdómaranna fyrir því að lýsa nákvæmlega, hvernig það var leyst á hinu þrönga og tæknilega vanbúna sviði í Iðnó. Á næsta ári lét Indriði sér ekki minna nægja en tvo af leikjum Shake- speares, Prettándakvöld um vorið og Vetrarævintýri á næstu jólum. Það voru fyrstu leikir Shakespeares á íslensku sviði, nýþýddir af Indriða afa hans. En rómantíkin og klassíkin fullnægðu honum ekki einar; honum var einnig kappsmál að veita nýjustu straumum inn í leikhúsið. Hann hafði dvalist í Þýskalandi um tíma veturinn 1922-’23, þ. á m. í Berlín, þar sem hann hafði séð margt nýstárlegt og kynnst listrænum vinnubrögðum, sem hlutu að verða honum sannkölluð opinberun. í útvarpsviðtali frá árinu 1962 kemur fram, að hann sá þar auk margs annars tvær af sýningum Max Reinhardts, fremsta leikstjóra Þýskalands á fyrri hluta aldarinnar.11 Haustið 1926 setti hann á svið leik Luigi Pirandellos, Sex persónur leita höfundar, sem þá var nýr af nálinni og hafði vakið mikla eftirtekt í evrópskum leik- húsum, og í útvarpsviðtalinu kveðst hann einnig hafa hugleitt að taka til sýninga eitt frægasta æskuverk Brechts, Trommeln in der Nacht. Það fer sem sé ekki á milli mála, að hinn nýi leiðtogi L.R. vissi vel, hvað efst var á baugi í leikhúsum heimsborganna. En eitt er að þekkja hvað er nýjasta nýtt hjá stórþjóðunum, annað að meta raunsætt, hvað hentar íslenskum áhorf- endum og hvernig á að matreiða það svo ofan í þá, að það smakkist þeim og verði þeim að gagni. Þórunn Valdimarsdóttir hefur engar efasemdir um, að Indriði hafi lyft leikhúsinu á nýtt og æðra plan. Að sumu leyti gengur hún þar í fótspor Sveins Einarssonar, sem gerir leikstjórn Indriða nokkur skil, bæði í Leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.