Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 108

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 108
106 KRISTJÁN B. JÓNASSON ANDVARI og hugarfar íslendinga breyttist um miðja öldina birtast hvað ljósast í lýs- ingum hans á því hvernig gögn voru skrásett og þeim miðlað. Hvernig fólk tengdi sig umhverfi, sögu, samfélagi og sjálfu sér með hjálp skrásetningar og miðlunar. Um það leyti sem skáldsögurnar sem hér verður fjallað um, Sjötíu og níu af stöðinni (1955) og Land og synir (1963), komu út hafði rafvædd miðl- unartækni haldið innreið sína á nærri hvert byggt ból á íslandi. Jafnvel þar sem ekki hafði enn verið lagt rafmagn höfðu menn þó síma og rafhlöðuknúið útvarpstæki. Þetta virðast fremur meinlaus tæki á nútíma- mælikvarða, en verkan þeirra var í grundvallaratriðum frábrugðin þeim boðskiptatækjum sem byggðu á prentun, skrift og pappír og almenn notk- un þeirra hafði mikil áhrif á hvernig fólk skildi stöðu sína í heiminum og hvernig það hafði samskipti við aðra, þótt þá sem nú hafi flestir hneigst til að gera lítið úr breytingunum. Nú við aldarlok hefur rafvædd miðl- unartækni gegnsýrt allt umhverfi okkar og skilgreinir í æ ríkari mæli tengsl manna og kvenna við umheiminn, skynjun þeirra og sjálfsskilning, en enn sem fyrr er eins og flestir telji hin rafvæddu tæki heima í stofu vera jafngömul hjólinu og álíka sjálfsögð og það.3 Hins vegar má sjá að í skáldsögum Indriða G. Þorsteinssonar er skýr vitund um að þessi tæki séu ekki gjafir guðs frá árdögum alheims, heldur menningarlegar afurðir, afleiðing af sögulegum kröftum og að með því að innleiða þau breytist samfélagið - tæknin hafi óhjákvæmileg áhrif á það og á fólkið sem það byggir. Það er í sjálfu sér afar lítill munur á því hvað boðskiptakerfi prentverks- ins og hinum rafrænu miðlum er ætlað að gera. Bæði bókin og ritsíminn bera boð frá sendanda til viðtakanda sem síðan eru túlkuð út frá meira eða minna flóknum táknlyklum eða með hliðsjón af menningarlegu samhengi sem gerir mismiklar skilningskröfur til þeirra sem fá boðin í hendur eða senda þau. En miðillinn sjálfur setur málsaðila í stellingar sem ekki eru sambærilegar.4 Rafrænir miðlar tengja viðtakandann umsvifalaust við rödd, mynd eða texta og stefna þannig að samsemd boðs og boðleiðar. Þessa til- finningu þekkja allir sjónvarpsáhorfendur. Það tekur jafnlangan tíma að senda upplýsingarnar og það tekur að nema þær og við það virðast boðin renna saman við miðilinn, boðin hneigjast til að hafa litla eða enga vísun út fyrir það staðbundna og afmarkaða samhengi sem þau birtast í. Þess vegna virðist líka svo oft sem nútímaboðskipti byggist á því einu að senda út boð til þess eins að senda út boð, upplýsingarnar séu til þess eins að tryggja að boðleiðin haldist opin. Þessi síbylja boðanna með hjálp rafmagns er megin- einkenni boðskipta á síðari hluta tuttugustu aldar. Hins vegar eru boðflutningar með bókum á allan hátt seinvirkari og hæfnin sem viðtakandi verður að hafa til að nema upplýsingarnar miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.