Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 64
62 PÁLL VALSSON ANDVARI heppni sem þrifist hefur á íslandi fram á þennan dag og er gildur þáttur í íslenskri menningu sem ekki ber að vanmeta eða lítilsvirða. Margt bendir til þess að Sigurður hafi sjálfur gert sér grein fyrir tak- mörkunum rímnahefðarinnar og að honum hafi sótt efasemdir um hvort hann væri að vannýta skáldgáfu sína. Þetta kemur ekki síst fram í Núma- rímum, sem líklegt er að Tómas Sæmundsson hafi verið að hrósa í kaflan- um sem Jónas og Konráð fella út. Hér er mikilvægt að huga að samheng- inu. Sigurður hrökklast til Grænlands frá Kaupmannahöfn og þar er hann einn, fjarri íslensku samhengi stétta og bókmennta. Það er í því umhverfi sem hann yrkir Rímur af Núma kóngi Pompílssyni, og skrifar að þeim merkan formála. Þar viðrar Sigurður hugmyndir af svipuðu tagi og Jónas í sínum fræga dómi síðar. Hann talar þar meðal annars um að ef til vill séu höfundar rímna um of bundnir bókstaf sögunnar í stað þess að koma með eitthvað frá eigin brjósti, þannig að úr verði eiginlegur skáldskapur; annars geti menn auðvitað sem best lesið þá sögu sem ríman sé ort út af. Hann víkur einnig að formi rímna, segir það víða stirðnað, kenningar skakkar og afbakaðar og málið steingelt. Þessara skoðana sér einnig stað í rímunum sjálfum, t.d. í mansöng sautjándu rímu þar sem hann gerir skýran mun á hagyrðingi, eða rímara eins og hann kallar hann, og svo skáldi: Orð og þanka alla úr hinna bókum, þegar láta þrykkta skrá, þurfa slíkir jafnan fá. Eins er það um útleggingu kvæða, ef þekkir bæði þjóðmálin; þetta gerir rímarinn. Hinn er skáld sem skapar, fæðir, málar myndir þær í þanka sér, sem þekktum aldrei forðum vér.9 Þegar Númarímur koma út, árið 1835, stendur Sigurður Breiðfjörð því á vissum tímamótum í skáldskap sínum. Hann finnur hefðina þrengja að sér og hugleiðir nýjar leiðir, að nokkru í anda rómantíkur, um skáldskap sem spretti meira frá honum sjálfum og feli í sér meiri sköpun. Á þessum við- kvæma tíma flækist hann inn í deilur Fjölnis og Sunnanpóstsins. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér af hverju hann yrkir Fjölnisníðið og reitir þar með þá félaga í Höfn til reiði með hinum afdrifaríku afleiðing- um. Þó verður að rifja upp fáein mikilvæg atriði. Þegar Sigurður kemur frá Grænlandi á hann lítið undir sér og er, eins og flestir aðrir, háður þeim valdamönnum sunnanlands sem stýrðu prentsmiðjum og almennum bók- menntasmekk um þær mundir og stóðu að Sunnanpóstinum. Meðal efnis í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.