Andvari - 01.01.1998, Page 125
andvari
RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ í TÓTTARVEGG
123
keðjurnar. Þær voru of langar og við fórum niður í Fornahvamm til að stytta þær og
unnum að því í anddyrinu, og það var kalt og blautt að krafla í þeim og setja þær upp
°g leggja aftur á heiðina með bílana svo létta, að hjólin höfðu enga spyrnu (bls. 129-
130).
Lesandinn er þannig fræddur nákvæmlega um skort á frostlegi, of langar
keðjur, hvernig best sé að hlaða bíla þannig að þeir spyrni vel í þegar ekið
er upp hálar brekkur og svo framvegis. Rétt á eftir þessari lýsingu kemur
síðan önnur af erfiðri ferð um miðjan vetur og áætlunarbílum sem voru
>,stórir brezkir herbflar“.
Það sem er mikilvægast við þessar lýsingar er að þær eru lýsingar á sveit.
Lað er verið að lýsa umhverfi sem er ekki borgarumhverfi en sem er ófrá-
víkjanlega bundið því sökum þess að hér er verið að lýsa tækniheimi, heimi
samgangna og véla sem þrátt fyrir að vera mitt í náttúrunni er algerlega
klofinn frá skrásetningarkerfi hennar. Sveitin sem náttúra er aðeins til sem
textaheimur í bréfi og í Sjötíu og níu af stöðinni er henni aldrei lýst sem
raunverulegum lifuðum starfsheimi. Hún er aðeins til sem skilaboð, sem
minning og þrá. Hún er afmörkuð af tækninni sem nýi borgarmaðurinn
hefur tileinkað sér, þessi maður sem knúinn er áfram af boðflutningum
sem eru rafrænir, afdráttarlausir og þarfnast engrar sérþjálfunar en eru
samt villandi fyrir þá sem ekki skilja samhengi boðflutninganna. Skrásetn-
ing borgar- og tæknirýmisins þenur sig því langt út fyrir borgina. Hún fylgir
tækninni, vegunum og fjölmiðlunum. Hún skilgreinir náttúruna sem við-
fang sitt en ekki sem geymslustöð fyrir upplýsingar.
I Sjötíu og níu afstöðinni er því ekki verið að leggja áherslu á aðskilnað
mismunandi búsetuforma eða staðbundinna heima í sjálfu sér, heldur
miklu frekar á muninn á því hvernig búsetuformin og næsta umhverfi
þeirra eru tengd skrásetningaraðferð fyrirbæranna. Ef náttúran í Landi og
sonum geymir spor og ummerki sögunnar vegna þess að gamla sveitasam-
félagið er mitt í henni og skilgreinir sig út frá sambandinu við hana, þá er
hún í Sjötíu og níu af stöðinni fyrst og fremst viðfang skrásetningar sem
miðar sig við tæknina, skrásetningar sem ekki fer fram í gegnum náttúruna
heldur reynir að skrásetja náttúruna, setja hana fram út frá forsendum
tekninnar. Röddin úr hátalaranum sem skipar og sendir, sem hreyfir lík-
amana og vélarnar til um tæknirýmið og heldur áfram að tala, hlutlaus og
einörð þegar Ragnar er allur (Þriðja síðasta setning bókarinnar er:
„Hundrað og fjórtán af stöðinni, sagði pían í hátalarann“ (bls. 148).) er
táknmynd þessa skrásetningarforms sem færir boð á milli sviða á rafrænan
hátt, sem skráir þær út frá forsendum rafræns miðilsins og gerir viðtakend-
ur sína valdalausa, jafnvel þótt þeir ráði yfir þekkingu á tæknibúnaðinum.
Það er rétt sem Njörður R Njarðvík bendir á að það síðasta sem Ragnar
tekur eftir á dauðastundinni er Mælifellshnjúkur: - „ég veit Hnjúkurinn er