Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 126

Andvari - 01.01.1998, Page 126
124 KRISTJÁN B. JÓNASSON ANDVARI þarna og bíður með mér“ (bls. 136) - en það breytir því ekki að Ragnar er enn að horfa á náttúruna úr bílnum. Hann liggur undir honum, kraminn af tækninni í orðsins fyllstu merkingu og er að deyja án þess að hafa komist út í þessa náttúru sem hann sér sífellt úr fjarlægð, sífellt frá veginum eða úr bílnum sínum en snertir aldrei og tengist aldrei nema í gegnum skynjun og miðlun sem römmuð er inn af tækninni. Indriði G. Þorsteinsson sýnir okkur þessa tæknivæddu sjálfsveru á vissan hátt sem valdalausa sjálfsveru. Jafnmikilvæg og tæknin er til að skapa hana og ljá henni kraft og getu þá er hún að sama skapi geldandi. Rödd „píunn- ar“ úr hátalaranum dregur kraftinn úr henni, tengir hana sviði sem er of stórt til að hún nái á því tökum og gerir hana þar með óhæfa til að hafa vald yfir nema mjög þröngu sviði tækninnar. Sjálfsveran er fremur neytandi en framleiðandi. Hún er fremur þolandi en gerandi. í smásögunni „Viðnám“ eftir Olaf Jóhann Sigurðsson sem birtist í sagna- safninu Speglar og fiðrildi, sem út kom árið 1947, er árekstrum nútímans og hefðbundins sveitasamfélags lýst á ekki ósvipaðan hátt. Gamli bóndinn, Hrólfur, sem að vísu er hlægilegur og ýktur í sveitamennsku sinni, lendir upp á kant við breska hernámsliðið þegar það vill byggja vélbyssuvirki í túninu hjá honum. Hann nær að reka hermennina af höndum sér í fyrstu lotu en það verður aðeins til þess að enn fleiri koma daginn eftir, vopnaðir íslenskum túlki. Niðurstaðan eftir nokkurt þref verður að hermennirnir fá að byggja virki á „Alagahólnum“ fyrir ofan slægjuna en þar með er málið ekki leyst. Innrás hersins hefur fleira í för með sér. Hefðbundið skipulag sveitasamfélagsins riðlast, faðirinn sem hingað til hefur stjórnað sínu heim- ili með patríarkölskum myndugleik finnur að upplausnin blasir við, að dæt- ur hans eru farnar að halda sér til fyrir dátana og að valdi hans hefur verið skákað af enn stærra valdi. Það er athyglisvert að til að lýsa tilfinningu valdaleysis sem bóndinn er hér í fyrsta skipti á fullorðinsárum að kynnast notar Olafur Jóhann myndmál sem er ekki ósvipað því sem sjá má í Sjötíu og níu af stöðinni. Um leið og Hrólfur bóndi kynnist því að landið hans er ekki einstakt, sérstakt og afmarkað svæði sem felur í sér upplýsingar sem hann einn skilur, og heldur því að sé nóg að hann einn túlki, líður honum eins og fiski í neti. Bóndinn er flæktur í atburðarás sem hann veit að hann losnar ekki út úr - alþjóðlegu efnahags-, hernaðar- og upplýsingakerfi nú- tímans. Landsvæði bóndans sem í huga hans hefur yfir sér „áru“ sögu og minninga, svo hér sé eilítið snúið upp á hugtak Walters Benjamins, er ekki annað en hnit á korti í augum hernámsliðsins. Skrásetning þess gengur al- gerlega á skjön við hugmyndir hans um það hvað landið feli í sér, hvaða tungumál landið talar, ef svo má að orði komast. Bóndinn byltir sér í rúm- inu að kveldi, órólegur því ekkert er sem það var:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.