Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 34
32
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
Vökumaður, vökumaður, vakir þú? Heyrðu, það er einhver sem kallar frá
Seír. Rödd hans hljómar inn í þessa hlustandi þögn í kirkjunni. Vökumaður
Drottins Jesú, vakir þú eða sefur þú á verðinum?27
Auk hins öfluga andófs gegn frjálslyndu guðfræðinni má í Hraungerð-
ismótunum greina mikinn vakningarhug í kirkjunni og þar má einnig
sjá upphaf hinnar litúrgísku hreyfingar hér á landi, en sígild messa
var flutt þar, eins og nánar verður vikið að síðar í þessari grein.
Mörgum varð einnig minnisstæð ræða sem sr. Sigurður Einarsson
dósent (1898-1967) hélt á einu þessara móta. Hafði hann afþakkað
boð um að fara sem fréttamaður Ríkisútvarpsins til Englands til að
kynna sér gang heimsstyrjaldarinnar, en boð hafði borist frá Georg
VI., konungi Englands, til ríkisstjórnar íslands um að senda nokkra
fréttamenn í þeim tilgangi. Sagði sr. Sigurður Einarsson að það væri
miklu nauðynlegra að fara í boði Drottins austur að Hraungerði
heldur en að fara í boði kóngsins til Stóra-Bretlands. í ræðu sinni
gerði sr. Sigurður með afgerandi hætti upp við sitt fyrra líf, ekkert
var þar undan dregið, kvaðst jafnvel um skeið hafa ofsótt sín kristnu
systkini og nefndi í því sambandi grein sína „Farið heilar, fornu
dyggðir.“ Hann játaði sitt synduga líf með sterkum orðum og lýsti
svo afturhvarfi sínu. Vakti ræðan gríðarlega athygli og þótti stórkost-
legt „drama“28 og mikil tíðindi.
Ekki má gleyma þætti Stefaníu í þessum mótum. Það var hreint
ekki svo lítið mál að stjórna allri matreiðslu fyrir allan þann fjölda
sem sótti mótin.
Það voru sr. Sigurði Pálssyni mikil vonbrigði þegar Hraungerðis-
mótin lögðust af. Þar mun mestu hafa ráðið ágreiningur innan
KFUM. Þar á bæ þótti ýmsum mótin vera of kirkjuleg.
Litúrgíska hreyfingin
Ekki er vafi á því að varanlegust áhrif hefur sr. Sigurður Pálsson haft
í íslensku kirkjulífi með því að beita sér fyrir endurnýjun sígildrar
guðsþjónustu. Mun ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að enginn
prestur hafi í samtíð sr. Sigurðar kunnað betri skil á messunni, helgi-
siðum hennar, sögu þeirra og þróun en hann. Má með sanni segja að
hann hafi verið aðaltalsmaður hinnar litúrgísku hreyfingar hér á