Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 149
ANDVARI
AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU
147
Nú kunna menn að spyrja, hvort rimma þessi hafi verið nokkuð annað
en stormur í vatnsglasi, sem litlu skipti í sögu Leikfélags Reykjavíkur. Sé
betur að gætt, er ljóst að svo var ekki. Deilan hafði m.a. þau áhrif, að binda
að mestu enda á öll samskipti Guðmundar Kambans og L.R. sem tók ekk-
ert verka hans til sýningar fyrr en eftir dauða hans 1945. Að vísu var engin
ný bóla, að menn væru saupsáttir innan félagsins. Þar hafði áður verið tek-
ist á um áhrif og valdastóla, stundum af slíkri hörku, að nýtir kraftar
flæmdust burt úr Ieikhúsinu.62 Það var ekki heldur óþekkt, að leikhúsið
væri gagnrýnt fyrir óvönduð listræn vinnubrögð og slík gagnrýni yrði
tilefni blaðadeilna.63 En yfirleitt hafði viðleitni L.R. þó notið almennrar
velvildar, sem vafalaust litaði mjög blaðaskrif og dóma, eins og fyrr er að
vikið.
Nú gerðist allt í senn: harðar deilur risu innan félagsins, svo að lá við
klofningi; deilur sem fóru ekki aðeins fram að tjaldabaki, heldur fyrir allra
augum. Flokkadrættirnir voru ekki lengur innanhússmál, heldur urðu að
opinberu hneyksli. Þeir sem voru ósáttir við listræn vinnubrögð félagsins
fengu byr undir vængi og gátu með ærnum rétti staðhæft, að hæfileikafólki
væri ýtt út í kuldann í þágu einkahagsmuna. Kambansmálið markar upphaf
eins mesta ólguskeiðs í sögu L.R., þó að sú ólga yrði mest í kringum aðra
persónu, Harald Björnsson, sem skeiðaði fram á vígvöllinn, fullur kapps og
metnaðar, eftir að Kamban hafði hörfað frá. Þar eignaðist Indriði Waage
og fjölskylda hann keppinaut og andstæðing, sem átti eftir að verða henni
þyngri í skauti en hinn víðförli heimsborgari Guðmundur Kamban, sem
blótaði fleiri listgyðjur en þær Thalíu og Melpómene.
Þórunn Valdimarsdóttir minnist nokkrum sinnum á viðskipti Kambans
og L.R. í riti sínu, áður en hún tekur þau til meðferðar á bls. 129 til 131.64
Aðalheimildir hennar um þau eru, eftir tilvísunum að dæma, einstakar
blaðafrásagnir og gerðabók L.R. Svo kynlega bregður við, að hún minnist
ekki einu orði á blaðadeilurnar, nánast eins og þær hafi með öllu farið
fram hjá henni. Afstaða hennar til deilunnar er einnig frekar óljós. Hún
dregur enga fjöður yfir þá skoðun sína, að viðbrögð leikfélagsfólks hafi
verið röng og komið því í koll á næstu árum. Hún sér bein tengsl með því,
að Kamban var hafnað, og þeim viðtökum sem Haraldur Björnsson fékk
rúmu ári síðar, er hún orðar það svo, að með því að „opna félagið ekki fyrir
þessum starfskröftum - Kamban margreyndum leikstjóra frá bestu leikhús-
um Danmerkur og Haraldi, fyrsta leikmenntaða manninum sem félaginu
bauðst“ hafi félagið borið „hrís í sitt eigið bál“.65 En hvers vegna var ekki
rúm fyrir þessa tvo menn? Voru viðbrögð Indriða Waages og Leikfélagsins
við tilboði Kambans eðlileg? Fór Kamban offari? Þegar Þórunn minnist á
málið í rammagrein á bls. 112, segir hún, að ekki hafi tekist að þiggja boð
Kambans „vegna annarra áætlana og meints fjárskorts“ og virðist sam-