Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 149

Andvari - 01.01.1998, Page 149
ANDVARI AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 147 Nú kunna menn að spyrja, hvort rimma þessi hafi verið nokkuð annað en stormur í vatnsglasi, sem litlu skipti í sögu Leikfélags Reykjavíkur. Sé betur að gætt, er ljóst að svo var ekki. Deilan hafði m.a. þau áhrif, að binda að mestu enda á öll samskipti Guðmundar Kambans og L.R. sem tók ekk- ert verka hans til sýningar fyrr en eftir dauða hans 1945. Að vísu var engin ný bóla, að menn væru saupsáttir innan félagsins. Þar hafði áður verið tek- ist á um áhrif og valdastóla, stundum af slíkri hörku, að nýtir kraftar flæmdust burt úr Ieikhúsinu.62 Það var ekki heldur óþekkt, að leikhúsið væri gagnrýnt fyrir óvönduð listræn vinnubrögð og slík gagnrýni yrði tilefni blaðadeilna.63 En yfirleitt hafði viðleitni L.R. þó notið almennrar velvildar, sem vafalaust litaði mjög blaðaskrif og dóma, eins og fyrr er að vikið. Nú gerðist allt í senn: harðar deilur risu innan félagsins, svo að lá við klofningi; deilur sem fóru ekki aðeins fram að tjaldabaki, heldur fyrir allra augum. Flokkadrættirnir voru ekki lengur innanhússmál, heldur urðu að opinberu hneyksli. Þeir sem voru ósáttir við listræn vinnubrögð félagsins fengu byr undir vængi og gátu með ærnum rétti staðhæft, að hæfileikafólki væri ýtt út í kuldann í þágu einkahagsmuna. Kambansmálið markar upphaf eins mesta ólguskeiðs í sögu L.R., þó að sú ólga yrði mest í kringum aðra persónu, Harald Björnsson, sem skeiðaði fram á vígvöllinn, fullur kapps og metnaðar, eftir að Kamban hafði hörfað frá. Þar eignaðist Indriði Waage og fjölskylda hann keppinaut og andstæðing, sem átti eftir að verða henni þyngri í skauti en hinn víðförli heimsborgari Guðmundur Kamban, sem blótaði fleiri listgyðjur en þær Thalíu og Melpómene. Þórunn Valdimarsdóttir minnist nokkrum sinnum á viðskipti Kambans og L.R. í riti sínu, áður en hún tekur þau til meðferðar á bls. 129 til 131.64 Aðalheimildir hennar um þau eru, eftir tilvísunum að dæma, einstakar blaðafrásagnir og gerðabók L.R. Svo kynlega bregður við, að hún minnist ekki einu orði á blaðadeilurnar, nánast eins og þær hafi með öllu farið fram hjá henni. Afstaða hennar til deilunnar er einnig frekar óljós. Hún dregur enga fjöður yfir þá skoðun sína, að viðbrögð leikfélagsfólks hafi verið röng og komið því í koll á næstu árum. Hún sér bein tengsl með því, að Kamban var hafnað, og þeim viðtökum sem Haraldur Björnsson fékk rúmu ári síðar, er hún orðar það svo, að með því að „opna félagið ekki fyrir þessum starfskröftum - Kamban margreyndum leikstjóra frá bestu leikhús- um Danmerkur og Haraldi, fyrsta leikmenntaða manninum sem félaginu bauðst“ hafi félagið borið „hrís í sitt eigið bál“.65 En hvers vegna var ekki rúm fyrir þessa tvo menn? Voru viðbrögð Indriða Waages og Leikfélagsins við tilboði Kambans eðlileg? Fór Kamban offari? Þegar Þórunn minnist á málið í rammagrein á bls. 112, segir hún, að ekki hafi tekist að þiggja boð Kambans „vegna annarra áætlana og meints fjárskorts“ og virðist sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.