Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 95
ANDVARI
EFINN KEMUR TIL SÖGU
93
sig hirð að dæmi Oscars Wilde þar sem menn hafa tileinkað sér hugmyndir
hnignunarsinna og þá uppreisn sem í þeim fólst. Hann virðist hafa gætt að
því hvernig hann kom öðrum fyrir sjónir: „Jón Thoroddsen var þungur á
brún og hvatlegur, og þó brosti hann.“ Hegðun hans hefur verið undir
nokkrum áhrifum frá dandýum aldarlokanna sem bæði sömdu listaverk og
voru um leið sjálfir listaverk þannig að hegðun þeirra var leikur, uppstilling
fyrir myndavélarauga samfélagsins. Um leið vísar Jón í kvæðum sínum í
þess konar ást sem kom Oscar Wilde í fangelsi, sérstaklega í kvæðinu „Vita
nuova“ en einnig í þættinum um „Promeþevs“ þar sem „[ujngur, fallegur
maður“ leysir Prómeþeif (41).
Hjá Jóni Thoroddsen kemur fram svipuð afstaða til hefðbundins kristi-
legs siðferðis og hjá hnignunarsinnum. Hann fordæmir ekki girndina:
„Kóngssonurinn ágirnist hringinn, og hver láir honum það?“ (31) Á hinn
bóginn kemur fram í Prómeþeifsþætti þörf fyrir Krist sem Jón endurtúlkar
1 Ijósi gagnrýni á tæknihyggju pósitívismans. Prómeþeifur gaf mönnunum
tæknina sjálfum sér til dýrðar og þeir eru fangar hennar:
Mennirnir beisla náttúruöflin, og verða þeim undirgefnir.
Mennirnir smíða vélar og stjórna þeim. Sjálfir eru þeir vélar, sem þeir kunna ekki
að stjórna.
Mennirnir eigna sér alla hluti. Sjálfa sig eiga þeir ekki. (41)
Kristur getur ekki leyst sjálfan sig því að hann elskar aðra og biður Próm-
eÞeif, þennan hominem technicum, að leysa sig. Pannig lýkur þættinum.
Tæknin fær kost á að leysa Krist, tákngerving samhjálparinnar, úr læðingi.
Kristur er þáttur í heimsmynd Flugnanna en þó er hann fjarri, eins og
fram kemur í flugunni um hinn efagjarna Tómas (36-7) sem vill trúa en
getur það ekki, kallar á Krist en kemur ekki upp nokkru hljóði. Ljóðinu
lýkur á spurningarmerki. Þetta eru að sjálfsögðu „engin snjallyrði, sem
túlkuðu djúptæk sannindi, er gæfu útsýn yfir svið mannlegra möguleika til
siðbótar og þroska“ eins og Guðmundur Hagalín krafðist af skáldskap. Nú
er efinn kominn til sögu. Mennirnir eru leikarar sem vita ekki að þeir eru
að leika því að þegar þeir skilja það hætta þeir að leika, setjast bak við
tjoldin og horfa á (35).
Næst á eftir ástinni er leitin meginviðfangsefni Flugna Jóns Thoroddsens.
Leit að því sem ekki finnst og ekki er hægt að finna og er táknræn fyrir
hlutskipti sannleiksleysingja tuttugustu aldar. Eins og fram kemur í eftir-
[ttála leikritins „Vönu“ er leit vandmeðfarin enda hefur leikurinn allur snú-
lst um persónur sem leita þess sem þeir munu ekki finna, er kannski dautt
eða jafnvel ófætt:
Sumir halda, að hægt sé að finna, án þess að hafa leitað.
Aðrir halda, að hægt sé að leita, án þess að finna.