Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 24
22
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
þess sem hún hefði vitnað um þá trúarreynslu sína að Kristur hefði
birst henni við guðsþjónustu. Trú manns hennar hefði hins vegar ver-
ið miklu kirkjulegri þar sem sakramenti kirkjunnar voru þungamiðj-
an. - Stefanía lést 13. september 1989.
Heimilisfaðirinn
Þegar spurt er hvað hafi einkennt sr. Sigurð sem heimilisföður segir
sonur hans, sr. Sigurður yngri vígslubiskup, í spjalli við mig, að hann
hafi verið dagfarsprúður maður og ekkert sérstaklega afskiptasamur. Á
heimilinu, einkum á Hraungerðisárunum, hafi verið mjög skýr verka-
skipting. Heimilisfaðirinn réð algjörlega búskapnum. Hann hafði gott
vit á búfjárrækt og stjómaði þeim hlutum alveg. Áberandi hafi verið
hversu gott lag hann hafi haft á skepnunum og þær verið hændar að
honum. Stefanía réð hins vegar inni á heimilinu, en sr. Siguður gat þó
vel sinnt matseld og gerði það ef á þurfti að halda. Einnig hjálpaði hann
gjarnan til við uppvask og að ganga frá. Oft kom líka fyrir að hann
greip í ryksuguna, eftir að það heimilistæki kom til sögunnar. Því hafi
farið fjarri að hann hafi verið einhver „karlremba“ á heimilinu.
Sr. Sigurður yngri kveðst hafa staðið móður sinni mun nær framan
af og ekki kynnst föður sínum fyllilega fyrr en á menntaskólaárum
sínum. „Það var eiginlega ekki fyrr en ég var farinn að stefna að guð-
fræðinámi að mér fannst ég reglulega kynnast honum,“ segir hann og
bætir því við að faðir sinn hafi alltaf verið leiðbeinandi og þægilegur
gagnvart þeim systkinunum, en stundum dálítið fjarlægur. Ef ágrein-
ingur varð á heimilinu hafi hann alltaf verið æðsti dómarinn.
Heimilisguðrækni var í ákveðnum skorðum. Ætíð var farið með
borðbæn. Passíusálmarnir voru sungnir og lesnir á föstunni, og ef
kom fyrir að ekki var messað á heimakirkjunni, t.d. á bænadögunum,
var alltaf haldinn húslestur. Þá ólust börnin upp við tíðasöng. Sjálfur
hefur sr. Sigurður sagt í viðtalsþætti í Samvinnunni að börnin hafi
verið með af lífi og sál í tíðasöngnum, þau hafi haft slíkt yndi af hon-
um að hann hafi bókstaflega orðið að hætta að lesa hugvekjur.
„Þannig voru þau mínir kennarar í helgisiðum, litúrgíu, á sama hátt.
Það er um það að ræða að vera að gera eitthvað, því að guðsdýrkun
er verk,“ segir sr. Sigurður í ofannefndum viðtalsþætti."