Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 134
132
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
Af ytra útliti textans verður ekki annað séð en hann sé unninn af miklum
fræðimannsmetnaði, því að hann er morandi í tilvísananótum. I fyrstu köfl-
um bókarinnar er eðlilega mikið vitnað í rit okkar Sveins, þó að Þórunn
virðist tæpast hafa áttað sig á því, að okkur greinir talsvert á, og það jafnvel
um mjög veigamikil atriði, eins og ég vík betur að bæði hér síðar og í rit-
gerð, sem birtist í 4. hefti Tímarits Máls og menningar nú í ár. Ekki tekur
hún heldur afstöðu til þeirrar gagnrýni, sem ég set fram í Geniet och vag-
visaren á þá viðteknu skoðun, að L.R. hafi orðið til við samruna tveggja
leikflokka, annars úr Breiðfjörðs-leikhúsi, hins úr Gúttó.3 Af ritaskrá má
ráða, að höfundar hafi lesið sér nokkuð til um erlenda leiklistarsögu, þó að
notkun erlendra rita virðist einkum bundin við þekkt yfirlits- og uppfletti-
verk. Ef rýnt er í tilvísana- og ritaskrá kemur einnig dálítið sérkennilegt í
ljós. Samkvæmt henni hefur Þórunn ein talið þörf á samanburði við er-
lenda leiklistarþróun, þar sem ekki er í tilvísanaskrá með köflum Eggerts
Þórs vísað til eins einasta rits um þau efni. En varla hætti forystusveit L.R.
að líta út fyrir pollinn, þó að komið væri Þjóðleikhús í landið!
Áður en lengra er haldið, er rétt að taka skýrt fram, að ég ætla mér ekki
að skrifa hér tæmandi „ritdóm“ um Aldarsögu. Mér þykir hins vegar varða
miklu að skýra, hvers vegna Aldarsaga er ekki sú „endanlega“ saga Leikfé-
lags Reykjavíkur, sem Sveinn Einarsson lýsti eftir í eftirmála Leikhússins
við Tjörnina. Vissulega kemur margt nýtt fram í bókinni, því skal síst neit-
að, en á hinn bóginn er aðferðafræði hennar, viðhorf höfundanna til efnis-
ins og vinnubrögð þeirra, með slíkum annmörkum, að verkið sparar þeim
fræðimönnum, sem eiga eftir að fjalla um sögu L.R., naumast nokkra
vinnu. Ef fræðimaður kannar tiltekið efnissvið með þeim hætti að hrafla
hingað og þangað í dreifðar og vandmeðfarnar frumheimildir, án þess að
reyna að kafa nokkurs staðar til botns, svo aðrir geti treyst því að honum
hafi ekki sést yfir neitt sem verulegu máli skipti, er í raun og veru verr farið
en heima setið.
Mér er ljóst, að þetta er harður dómur, sem kallar á rökstuðning, og ég
skal nefna þegar dæmi um yfirsjón sem er ein sér svo slæm, að hún kippir
að verulegu leyti fótum undan verkinu, einkum seinni köflum þess. Það er
sem sé eitt af hinum óútskýrðu atriðum þess, að höfundarnir hafa ekki, að
því er best verður séð, talað við nokkurn lifandi heimildamann, heldur láta
sér nægja ritheimildir og önnur gögn sem þeir hafa fundið á söfnum. Þó
vita allir, sem einhver lágmarkskynni hafa haft af leikhússtarfi, að per-
sónuleg samskipti einstaklinganna og innbyrðis tengsl skilja sjaldnast eftir
markverð spor í samtíma ritheimildum, nema þá með mjög óbeinum hætti.
Um þau eru þá oftar en ekki þeir einir til frásagnar sem þekktu fólkið
sjálft. Það hvarflar ekki að mér eitt andartak, að höfundar Aldarsögu hafi
ekki áttað sig á þessu, og því er þessi gloppa mér með öllu óskiljanleg.