Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 141

Andvari - 01.01.1998, Side 141
ANDVARI AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 139 eða ekki. Hún lítur þetta mál allt öðrum augum en Þórunn og Sveinn. Reyndar hefur hún eftir Bjarna frá Vogi, sem var vafalaust glöggur leikhús- maður og skrifaði oft um sýningar L.R. fram undir 1920, að „leikstarfsemi þeirra ára væri á því stigi, að hún hefði þörf á að henni væri hrósað, en að gagnrýni væri óþörf og í sumum tilfellum skaðleg.“27 Hyggur Eufemía að skrif hans hafi yfirleitt haft góð áhrif á aðsóknina og þannig styrkt stöðu leikhússins, þótt ýmsum hafi fundist hann lofsamlegur um of. En álit Eufemíu á leikhússkrifum Reykjavíkurblaðanna er að öðru leyti ekki hátt. Hún orðar það svo, að dómarnir hafi almennt verið „á litlu viti byggðir“, sumir leikendur verið „hafnir upp til skýjanna, en öðrum niðrað, oft að ástæðulitlu“. Sjaldan hafi komið fyrir, að „nokkur leiðbeining fyrir leikendurna feldist í leikdómum blaðanna“.28 Á annað atriði vil ég benda, sem hvorki Sveinn né Þórunn virðast hafa áhyggjur af. Það er, að dómarnir voru langflestir nafnlausir eða birtir undir ókennilegum dulnefnum, sem engin leið er að rýna í gegnum nú. Það voru ekki nema einstöku leikdóm- arar, eins og t.d. Bjarni frá Vogi og Jón Ólafsson, sem settu upphafsstafi sína undir greinarnar. Jafn-ábúðarmikill gagnrýnandi og Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafoldar, sem var tvímælalaust skemmtilegasti og skeleggasti leik- húspenni landsins á öðrum áratugnum, birti dóma sína jafnan undir dul- nefninu „Ego“. Hið jákvæða mat Þórunnar á leikstjórn Indriða Waages byggist að miklu leyti á því, að hún vitnar gagnrýnislaust í blaðadómana og án þess að huga að því, hvaðan þeir eru ættaðir. Líti maður eftir því í tilvísanaskránni, hvar þeir dómar birtust, sem hún vitnar einna mest í, kemur í ljós, að flestir þeirra voru í dagblaðinu Vísi.29 Eru dómar þessir, sem eru langflestir undir dulnefnum, undantekningarlítið mjög hliðhollir Indriða. Nú háttaði svo til, að Vísir var á þessum árum nátengdur fjölskyldu Indriða Einarssonar. Jakob Möller, þingmaður og síðar ráðherra, ritstjóri blaðsins frá 1914 til 1924, var kvæntur náfrænku móðurömmu Indriða, Þóru Guðjohnsen Möll- er, sem lést 1922. Léku þau hjón, Jakob og Þóra, talsvert með Leikfélaginu og var Jakob jafnan einn af dyggustu málsvörum Indriða-fjölskyldunnar innan þess.30 Þegar Jakob lét af ritstjórn Vísis 1924, tók við af honum Páll Steingrímsson, eiginmaður Guðrúnar Indriðadóttur, og gegndi því starfi um langt árabil. Það ætti því ekki að koma flatt upp á neinn, þó að verk Indriða Waages, að ekki sé minnst á leik Guðrúnar Indriðadóttur, fengju oftast háa einkunn í Vísi. Dæmin eru mýmörg; eitt sérlega skondið má finna í bæjarfréttum blaðsins, þar sem sagt er frá sýningu á Afturgöngum Ibsens vorið 1927. Þar lék Indriði Osvald á móti móðursystur sinni Guðrúnu í hlutverki frú Alving. Blaðið skrifar: „Það er ekki heiglum hent, að sýna Afturgöngur Ibsens og önnur verk hans, þau sem þyngst er yfir og mest er spunnið í, svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.