Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 81

Andvari - 01.01.1998, Side 81
andvari BERGRISI Á BESSASTÖÐUM? 79 Áhugi Gríms á fornöldinni átti sér ákveðnar hugmyndafræðilegar skýr- ingar og rætur. Grímur var skandínavisti og aðhylltist samvinnu norrænu ríkjanna.25 Greinar hans um íslenskar bókmenntir og stöðu íslands í Skand- ínavíu eru ekki síst skrifaðar til þess að breiða íslenskar bókmenntir út meðal Norðurlandabúa og færa þeim heim sanninn um sameiginlegan upp- runa norrænna manna. Að mati Gríms og skoðanabræðra hans höfðu ísland og íslenskar bók- menntir alveg sérstaka þýðingu fyrir Norðurlöndin og einingu þeirra. Sam- félag íslenska þjóðveldisins er samkvæmt hugmyndum Gríms fyrirmyndar- ríki sem er stofnað af rjómanum af mannvali Skandínavíu. Pað er þess vegna engin tilviljun að þar hafi varðveist bókmenntir sem öðru fremur geyma heimildir um það eðli sem er norrænum mönnum sameiginlegt að mati Gríms. í íslenskum miðaldabókmenntum er að finna einskonar „es- sens“ í tvíræðri merkingu þess orðs, þar er að finna norrænt eðli, og hið norræna eðli er þar í einskonar samþjöppuðu formi, áhrifameira og sterk- ara en annars staðar. Ef nútímamenn kanna þessar heimildir til hlítar »munu blæbrigðarík sérkenni sann-norræns þjóðernis renna upp fyrir mönnum, og þeir munu undrast, hversu lítið Norðurlandabúinn hefur í rauninni breytzt, þegar grímu annarlegra eftirlíkinga nútímans, uppgerð og ólíkindalátum, er kastað.“26 Pað er augljóst strax frá upphafi skrifa Gríms Thomsens um bókmenntir að „Norðrið“ og „hið norræna“ hafa ekki einungis staðfræðilega merkingu, heldur eru þetta orð sem fela í sér gildisdóm, hvort sem er um menn eða bókmenntir. í ritgerðinni „Um sérkenni fornnorræns skáldskapar“ kemur þetta glögglega fram þar sem hann rekur skyldleika skálda eins og Shake- speares, Byrons og Alfieri við hið norræna eðli. Hið norræna er fyrir Grími hvort tveggja, ákveðin skáldskaparstefna í bókmenntasögunni sem hann kennir einnig við „heiðna rómantík“ og samansafn ákveðinna einkenna sem höfundar þeirra og flest stórmenni sögunnar hafa til að bera. Eitt megineinkenni hins norræna, og það sem skilur á milli fornnorræns skáldskapar og hinnar klassísku grísku hefðar að mati Gríms, er taumhald tilfinninganna: „Norðurlandabúinn er þeim mun þögulli sem ástríða hans er dýpri.“27 Birtingarmynd ástríðna Norðurlandabúans er einnig með öðr- um hætti en hjá suðrænni þjóðum að mati Gríms. Tilfinningahiti Grikkjans fer útrás í orðræðunni en „Norðurlandamaðurinn vill ekki með orðum spilla hinu minnsta af dýrmætri ástríðu; hann geymir sér hana og lætur hana gerjast, unz hún brýzt fram í athöfn.“28 Með þetta í huga má varpa öðru ljósi á þau kvæði sem hafa hingað til verið túlkuð samkvæmt hugmyndafræði rómantíkurinnar í kjölfar túlkunar Sigurðar Nordals á sambandi ævi og verka Gríms. Þau kvæði sem þykja lýsa skaphöfn Gríms best, og eru þess vegna notuð til að skýra manninn að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.