Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 10

Andvari - 01.01.2001, Side 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI lýðrœðis á tímum hnattvœðingar, sem hefur að geyma átta greinar eftir kunna erlenda fræðimenn í félagsvísindum um ýmsar pólitískar og samfélagslegar hliðar þessara mála. Er það gott innlegg í umræðuna. I fljótu bragði er í því fólgin nokkur þversögn, að um hinn vestræna heim setur einkahyggja og neyslugræðgi æ meiri svip á allan hugsunarhátt, en samtímis blasa við rofin landamerki, æ meira návígi allra svo að hugtak eins og heimsþorpið kemur efst í huga. Einangrunin er að vísu rofin, en samt reynist hver einstakur æ einangraðri í sinni neyslu sem á að knýja hjól efna- hagslífsins með sífellt meiri hraða. Hvemig ber að skilja þetta? Það skyldi nú ekki vera að það sé bara hið alþjóðlega auðvald sem stýrir þessum kór sem hefur frelsi einstaklingsins að yfirvarpi, frelsið til að kaupa meira af hlutum sem honum er innrætt af mikilli lævísi að hann þurfi á að halda? Alþjóðavæðingin er ekki síst í því fólgin að alþjóðlegar fyrirtækjasam- steypur spenna hnöttinn örmum. Efnahagslegar ákvarðanir sem teknar eru í reykmettuðum skrifstofum forstjóra hinna stærstu fyrirtækja hafa áhrif um allan heim. Og þessir menn eru svo voldugir að þeir setja kjömum leiðtogum ríkjanna kosti. I formála fyrrnefndrar bókar, Framtíð lýðræðis, er vitnað í franskan félagsfræðing sem hefur orðað hið svonefnda TINA-lögmál. Það merkir upp á ensku There Is No Alternativ, en slíkt kallast raunar nauðhyggja á voru máli. Samkvæmt því fer best á „að stjórnmálamenn afsali sér sem mestum völdum og láti sér nægja að afgreiða lagafrumvörp sem frumkvöðl- ar í viðskiptalífinu hafa sjálfir samið með það fyrir augum að tryggja vöxt til- tekinna fyrirtækja?1 Hér má enn spyrja hvort hagur alls almennings fari saman við hag fyrirtækjasamsteypanna. Er það ekki þeim hagkvæmast að hafa starfsemi sína í löndum þar sem réttindi og kjör verkafólks eru lökust og tilkostnaður því minnstur? En einhvem veginn hefur það ekki gengið alltof vel að telja fólki trú um að hnattvæðingin sé allra meina bót, að hagur almennings fari saman við hags- muni alþjóðlegs auðvalds. Og það grefur um sig vantrú á að fulltrúalýðræðið, verk hinna kjömu leiðtoga, þjóni hagsmunum þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Er þessi alþjóðavæðing ekki meðal annars samsæri hinna ríku gegn þeim fátæku? Það er þessi hugsun sem virðist vaka fyrir þeim hópum sem safnast saman til mótmæla þegar leiðtogar ríkra iðnríkja og fjármálajöfr- ar heimsins koma til fundar að ráða ráðum sínum. A liðnu sumri var slíkur fundur haldinn í borginni Genúa á Ítalíu. Þá kom til alvarlegustu átaka og óeirða sem orðið hafa við þess háttar þing hingað til. Að þessu víkur Magnús Ami Magnússon, sem mun vera bæði heimspek- ingur og hagfræðingur að mennt, í pistli 24. júlí 2001 á vefritinu Kreml. Hann ræðir um atburðina í Genúa og segir að framganga andófsmanna hafi bent til að nokkur hópur fólks sé að verða tilbúinn að rjúfa þá sátt sem verið hefur um stjómarfar fulltrúalýðræðisins á Vesturlöndum síðustu fimmtíu árin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.