Andvari - 01.01.2001, Side 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
eða svo og kjósi að nota aðferðir sem rúmast ekki innan þess fyrirkomulags
til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Magnús Arni segir: „Það er útlit
fyrir að stjómmála- og embættismenn þeir sem hafa komist til áhrifa í gegn-
um það kerfi sem vestrænt lýðræði hefur grundvallast á njóti æ minna trausts.
Ef fram fer sem horfir er líklegt að fulltrúalýðræðið þurfi að takast á við ein-
hvers konar alræðis- eða stjómleysisöfl í æ ríkara mæli. Svo virðist því miður
sem það hafi þegar valið vopn sín: táragas, lögreglukylfur og byssur.“
Höfundur pistilsins ber að vonum kvíðboga fyrir þessari framvindu, en
hann er sannfærður um að valdsmennimir í Genúa hafi verið að gera það eina
rétta, leita lausna á nákvæmlega þeim vandamálum sem mótmælendur hafa
áhyggjur af: gróðurhúsaáhrifunum, „neikvæðum“ (hann hefur það orð innan
gæsalappa) afleiðingum hnattvæðingar, kjamorkukapphlaupinu, skuldum
þróunarlanda. Hagfræðingar, stjómmálamenn og fjölmiðlar keppist við að
segja að mótmælendumir hafi í raun rangt fyrir sér.
Hvers vegna láta þá ungmennin svona? Svar Magnúsar Ama er athyglis-
vert: „Ungum Vesturlandabúum leiðist. Þeir finna ekki lífsfyllingu í æ
ofbeldisfyllri bíómyndum og tölvuleikjum, í æ grófara klámi, harðari vímu-
efnum, hraðskreiðari bílum, stærri húsum og sólarlandaferðum. Hinn guð-
lausi, raunsæi heimur endalausra efnahags- og tækniframfara nær ekki að
snerta neina strengi í brjóstum þeirra lengur.“ Og svo flettir hann upp í góðri
bók og finnur þessi orð í öðrum kapítula Prédikarans: „Og allt það sem augu
mín gimtust, það lét ég eftir þeim ... En er ég leit á öll verk mín, þau er hend-
ur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn er ég hafði haft fyrir að gjöra þau, þá
sá ég að allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi, og að enginn ávinningur er
til undir sólinni.“
Þessi fomu orð kunna að lýsa hugarheimi hinna oföldu og lífsþreyttu bama
Vesturlanda, en ég efast um að sú tilfinning hafi verið efst í huga andófs-
manna. Því ungt fólk hefur réttlætiskennd, því ofbýður hið hróplega misrétti
sem blasir við í heimi þar sem hinir ríku sálast úr ofáti meðan milljónir deyja
úr hungri. Til hvers er viðleitni til að móta mannúðleg samfélög í slíkum
heimi? Magnús Ámi sér blikur á lofti: „Ef einhver hugmyndafræði eða hreyf-
ing nær inn í hugi þeirra sem nú sameinast einungis um andófið má búast við
því að vestrænt lýðræðis- og auðvaldsskipulag þurfi að berjast fyrir lífi sínu.
Ef stjómmála- og embættismenn geta ekki talað saman öðruvísi en innan
víggirtra múra er illa komið fyrir því kerfi sem ól þá .... Lýðræðið verður að
finna sér leiðir til að innblása borgarana á ný. Það verður að finna sér háleit
markmið sem mönnum finnst þess virði að verja. Annars er það auðvelt skot-
mark fólks sem telur það einungis „rotnandi hræ“ eins og Mussolini orðaði
það á sínum tíma.“