Andvari - 01.01.2001, Page 22
20
ÁRNI BJÖRNSSON
ANDVARI
Þegar Snorri kom heim, var tekið viðtal við hann í Morgunblaðinu 1.
maí 1943 og þar vikið að fyrrgreindu bréfi. Blaðamaður segir: „Frá-
sögn yðar gaf lesendum nokkrar augnabliksmyndir af því hvernig dag-
legt líf er á vígstöðvum.“
„Má vera“, segir hann, „en þess er að gæta að bardagamir í Finnlandi veturinn
1939^40 voru með allt öðrum hætti en á öðrum vígstöðvum í heiminum. Ég
geri ráð fyrir að þeir líkist helst eyðimerkurhemaði ef líkja á þeim við aðra
þætti styrjaldarinnar.“
Útvarpsviðtalið var birt með grein um próf. Snorra eftir Gunnar Stef-
ánsson í blaðinu Norðurslóð 1990 og samtímaefnið úr Morgunblaðinu
í sama blaði 1993. - Þátttaka íslendinga í styrjaldarátökum var mjög
sjaldgæf á þessum tíma, ef undan er skilin þátttaka nokkurra Islend-
inga í borgarastyrjöldinni á Spáni 1936, en orðstírinn, sem Snorri hlaut
fyrir framgöngu sína í Vetrarstríðinu fylgdi honum heim.
Auk bæklunarlækninga kynnti Snorri sér lýtalækningar, eða skapn-
aðarlækningar eins og Vilmundur Jónsson fv. landlæknir vildi kalla þá
sérgrein, fyrstur íslenskra lækna. Starfaði hann þá með einum frum-
herja sænskra lýtalækninga, doc. Allan Ragnell, sem varð fyrstur
sænskra lækna sérfræðingur í lýtalækningum.
/
Fyrstu árin á Islandi
Snorri Hallgrímsson hóf starf í Reykjavík 1943 og varð fljótlega mjög
vinsæll læknir. Sjúklingar löðuðust að honum vegna persónutöfra hans
og svo leysti hann vandamál, sem áður höfðu verið talin lítt leysanleg,
sérstaklega sjúklinga sem bæklast höfðu í slysum eða verið bæklaðir
frá fæðingu. Við þessa sjúklinga var hann nærgætinn og natinn þó hann
gæti á stundum verið svarakaldur við aðra. Um bæklunarlækningar
Snorra og hvernig sjúklingar hans mátu þær er hér kafli úr grein eftir
Hendrik Ottósson fréttamann í Þjóðviljanum 9. október 1962 í tilefni
fimmtugsafmælis Snorra, en Hendrik hafði „klumbufætur“ frá fæð-
ingu:
Fundum okkar bar saman skömmu eftir heimkomu hans og hét hann mér því
að laga fætur mína, en þeir voru þá svo úr sér gengnir að mín beið ekkert annað
en hjólastóll eftir fá ár. Fyrstu aðgerðina af mörgum hóf Snorri á Landspítalan-