Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 25

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 25
andvari SNORRI HALLGRÍMSSON 23 Það sem stendur mjög hátt í minningunni um Snorra er það hversu gagnrýninn hann var á eigin skurðaðgerðir. Hann gaumgæfði eftir á hvað betur hefði mátt gera. Margsinnis varð hann að hringja í mig seint að kvöldi til að fullvissa sjálf- an sig um að hann hefði ekki klúðrað aðgerð dagsins. Þá minnist Hannes sem dæmis um hvernig Snorri gat virkjað fólk til dáða, að hann hafði forgöngu um að læknir var sendur til að sinna sjó- niönnum sfldarflotans í Barentshafi sumarið 1968. Borist höfðu kvart- anir til Læknafélags íslands um að engin læknisþjónusta væri fyrir þau hundruð sjómanna sem þarna voru við veiðar langt norður í höfum, þyrlur voru þá engar í þjónustu Landhelgisgæslunnar og margra daga sigling til næstu hafna. Veturinn áður hafði próf. Snorri haft forgöngu um að útbúa aðstöðu til skurðaðgerða í varðskipinu Óðni og undir for- ystu hans voru yfirmenn skipsins þjálfaðir til að svæfa og aðstoða við skurðaðgerðir. I ágúst þetta ár fór Hannes Finnbogason með Óðni og síldarflotanum í Barentshafið og dvaldi þar í mánuð, en próf. Snorri leysti hann af og dvaldi þar annan mánuð og nýtti tímann til að undir- búa grein um magakrabbamein á íslandi, sem hann hugðist birta í Læknablaðinu. Ekki varð framhald á þessu ævintýri því hinn duttlunga- fulli fiskur, sfldin, hvarf úr Barentshafinu og lét ekki sjá sig þar aftur. Kennarinn Höf. var aldrei stúdent hjá próf. Snorra, en naut tilsagnar hans sem aðstoðarlæknir á handlækningadeildinni. Það var aldrei neinn vandi að fá leiðsögn hans eða aðstoð ef á þurfti að halda. Próf. Snorri var vin- sæll af stúdentum en hélt sig við hefðbundnar leiðir í kennslu og þér- aði stúdentana eins og fyrirrennari hans hafði gert. Þá var hann áhuga- samur um verklega kennslu og um tíma aðstoðaði höf. hann við að kenna stúdentum skurðtækni, en verkefnið var lflca tengt rannsóknum ú afleiðingum brottnáms magahluta. Hundar voru notaðir til þessara ^finga og áttu stúdentar að læra samgötun garna og að sauma húð. Aðgerðimar voru gerðar í svæfingu sem Valtýr Bjarnason svæfingar- læknir annaðist. Aðgerðirnar voru gerðar við heldur frumstæðar aðstæður í húsnæði Tilraunastöðvarinnar að Keldum og var sjálfhætt þegar erfitt reyndist að fá hunda og svo þurfti tilraunastöðin á húsnæð- inu að halda til annarra hluta. Þetta var skemmtilegur tími þó vinnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.