Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 30
28
ÁRNI BJÖRNSSON
ANDVARI
Við fráfall Snorra Hallgrímssonar hefur ísland ekki aðeins misst einn frábærasta
skurðlækni sinn, heldur einnig verðugan og siðfágaðan fulltrúa lands síns. Hann
var þekktur um Norðurlönd og virtur innan stéttar sinnar. Hann hefur árum
saman verið í stjóm samnorrænna sérgreinasambanda og þegar Norræna skurð-
læknaþingið skyldi haldið árið 1971 var eðlilegt að það yrði haldið í Reykjavík.
Sama átti við um Norrænu sérfræðingasamtökin í þvagfæraskurðlækningum og
skapnaðarlækningum. Öllum skurðlæknum sem áttu sæti á þessum þingum mun
ekki aðeins verða landið ógleymanlegt, heldur einnig muna þau, sem báru hita
og þunga af skipulagningu þessarar vel heppnuðu ráðstefnu, Snorra Hallgríms-
son og eiginkonu hans, Þuríði Finnsdóttur. Margir norrænir skurðlæknar drúpa
nú höfði vegna andláts hjartfólgins vinar og virts starfsbróður.
Próf. Snorri var meðlimur í alþjóðaklúbbi þekktra skurðlækna, sem
kallast „Intemational Surgical Group“ og skipulagði læknaþing í
Reykjavík á vegum klúbbsins árið 1966 og mun það hafa verið fyrsta
alþjóðlegt læknaþing sem haldið var hér á landi. Próf. Snorri var for-
maður Vísindasjóðs frá stofnun hans 1957 til dauðadags. I byggingar-
nefnd Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum sat hann frá
1958 til dauðadags. Hann var einnig fulltrúi Háskóla Islands í vísinda-
nefnd Evrópuráðsins 1960-61 og fulltrúi íslands í vísindanefnd
NATO, 1963-72. Um störf próf. Snorra að byggingar- og skipulags-
málum Landspítalans segir Georg Lúðvíksson fv. framkvæmdastjóri
Ríkisspítalanna í eftirmælagrein:
Stækkun Landspítalans var eitt af mestu baráttumálum próf. Snorra á yfir-
læknistímabili hans. Hann var skipaður í byggingarnefnd spítalans á árinu
1952 eða frá upphafi þeirrar nefndar. Tók við formennsku hennar um mitt ár
1955, við fráfall próf. Jóhanns Sæmundssonar og gegndi því starfi fram á árið
1961 að þáv. landlæknir tók sæti í nefndinni og við formennsku, og var síðan
nefndarmaður. Þegar Snorri tók við yfirlæknisstarfi á Landspítalanum var hús-
næði spítalans alls 27000 m2 en í dag er það 77000 m2.
Síðustu árin hefur aðalverkefni byggingamefndar varðað tillögur um framtíð-
arstærð og skipulag spítalans í samræmi við aukið hlutverk hans á sviði kennslu
og lækningastarfsemi. Próf. Snorri gat einnig fagnað sigri í þessu máli. Með
samstarfsmönnum í byggingamefndinni hafði hann fullmótað skipulagstillögur
fyrir 750 rúma háskólasjúkrahús, stutt að því að nýjar nefndir vom teknar til
starfa við framkvæmdir á þýðingarmiklum þáttum í því skipulagi og sýnt að
stefnt var með markvissum skrefum til nýrra áfanga í byggingarmálum Land-
spítalans, áfanga í samræmi við þær tillögur sem hann hafði nýlega lokið við.
Hugsanlega var það lán Snorra, að hann lifði það ekki að sjá allt fara á