Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 34

Andvari - 01.01.2001, Page 34
32 ÁRNI BJÖRNSSON ANDVARI Þá var ég ungur drengsnáði, staddur niðri á Böggviðsstaðasandi (Dalvík) í hestastússi og vandræðum, þegar snarráður og glaðlegur maður vindur sér að mér og ræðst til hjálpar. Sú hjálp var hiklaus og ekkert hálfverk og líka nær- gætin. „Ég heiti Hallgrímur og þú ert líklega frændi minn, Snorri“, sagði hann kankvís á svip og hvarf. Þessi stutta saga af föður Snorra Hallgrímssonar lýsir honum sjálfum betur en önnur og fleiri orð en segir að eplið hefur þar ekki fallið langt frá eikinni. Próf. Snorri reyndi ávallt að leysa vanda þeirra sem til hans leituðu, fljótt og vel, án málalenginga og án þess að bíða eftir hrósi og þakkarorðum. Hann var þó mannlegur og kunni að meta þær viður- kenningar sem hann hlaut fyrir vel unnin störf, bæði frá þakklátum sjúklingum og opinberum aðilum. Af opinberum viðurkenningum hlaut hann þessi heiðursmerki: Finnska frelsiskrossinn með sverði (4. fl.), 1940 og með rauðum krossi (4. fl.), sama ár; Minnispening Finn- landsstyrjaldarinnar 1939-40, með sverði 1940, Riddarakross íslensku fálkaorðunnar 1. jan. 1957; Riddarakross „Kungl. Nordstjámeorden“ 1957 og Stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar 1. jan. 1972. Ekki er ljóst hvenær próf. Snorri fór að kenna sjúkdóms þess sem dró hann til dauða á 61. aldursári. Þegar hann var lagður inn á lyflækn- ingadeild Landspítalans í nóvember 1969 vegna bráðrar kransæða- stíflu var vitað að hann hafði haft háþrýsting í a. m. k. tvö ár. Fram til þess tíma var hann við hestaheilsu. Algengt er að dugnaðar- og ákafa- menn gæti lítt heilsu sinnar og þar var Snorri engin undantekning. Hann var stórreykingamaður, borðaði og vann óreglulega og drakk mikið kaffi. Þó mun hann hafa dregið eitthvað úr reykingum allra síð- ustu æviárin, en lítið úr vinnu. Eftir dvölina á spítalanum 1969 kom Snorri aftur til vinnu en fækkaði aðgerðum. I ársbyrjun 1973 fékk hann aftur kransæðastíflu, sem nú var mun alvarlegri en hin fyrri. Hann komst þó heim í nokkra daga, en var lagður inn að nýju hinn 20. jan- úar. Örlög kempunnar voru ráðin og hann lést hinn 27. janúar 1973. I minningargrein í Lœknablaðinu, jan.-febr. 1973, minnist höfundur próf. Snorra, m. a. með þessum orðum: Svipur Landspítalans slaknar við brotthvarf próf. Snorra. Hljóðnað er hvatlega fótatakið. Burt er sá sem afdráttarlaust sagði álit sitt, til lofs eða gagnrýni, hver sem í hlut átti. Horfinn er sá sem lífgaði langar næturvökur við skurðarborðið með geislandi þreki, ódrepandi bjartsýni og gamansemi, sem stundum var í hrjúfara lagi fyrir viðkvæmar sálir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.