Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Síða 42

Andvari - 01.01.2001, Síða 42
40 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI En ef þú sér að alhugað tekur fé þitt stórum að vaxa í kaupförum, þá tak þú af tvo hluti og legg í góðar jarðir því að sá eyrir þykir oftast viss vera hvort er manni er heldur auðið sjálfum að njóta eða frændum hans. En þá máttu gera hvort er þér sýnist við hinn þriðja hlut, að hafa í kaupferðum lengur eða viltu allt í jarðir leggia. En þó að þú viljir fé þitt hafa lengi í kaupförum, þá hættu sjálfur að leggjast í höf eða í kaupfarar landa á meðal þegar fé þitt er fullvaxta.40 Þessu ráði hafa margir fylgt. Þjóstar Austmaður sem bjó í Ásgarði í Hvamms- sveit 1226-1227 er væntanlega farmaður sem keypt hefur sér jörð á Islandi. Hann naut vináttu bæði Sturlu Sighvatssonar og Orms Svínfellings og hefur augsýnilega verið fljótur að aðlagast íslenskum aðstæðum.41 Velgengni Þjóstars hefur verið öðrum löndum hans hvatning. Hér má kannski sjá rætur þess hvers vegna Austmenn þóttu kvensamir. Enginn vafi er á því að kvensemi Austmanna er leiðarminni í frásögnum af þeim. I Orkneyinga sögu eru „kaup og kvennamál“ sögð það sem einkum skilur að Austmenn og Orkneyinga. Ástandið virðist vera svipað á íslandi.42 Ásókn í konu og fé olli því að Austmennirnir Þórir og Þorgrímur létu etja sér til vígaferla á Islandi. Eftirfarandi frásögn úr Kjalnesinga sögu er dæmigerð um það hversu fljótt ferlið getur orðið: Þetta sama haust, sem nú var frá sagt, kom skip af hafi. Stýrimaður hét Öm, víkverskur að ætt. Öm stýrimaður fór til vistar í Kollafjörð. En er austmaður hafði þar eigi lengi verit leiddi hann augum til hversu fögur Ólöf var Kolladóttir. Tók hann þá í vana að sitja á tali við hana hvern dag.“43 í Heiðarvíga sögu lýgur Narfi nokkur því að frænda sínum „að einn Aust- maður norður í Oxnadal hafi skorað á sig til einvígis út af konu einni, er báðir vildu hafa“ og vill fá vopn hjá honum.44 Þetta þótti trúverðug lygi.45 Voru aðrir útlendingar þeim lítt frábrugðnir 46 Kvensemi útlendinga á Islandi er þó meira en eitthvert slys sem hendir menn gegn betri vitund. Tilgangurinn með komunni hingað er öðrum þræði að kvænast, því að konum fylgja jarðir og annað fé. Þannig ber berserkurinn Halli í Eyrbyggja sögu sig ekki eftir neinu sérstöku kvonfangi, heldur vill hann að Vermundur húsbóndi sinn finni handa sér konu af góðum ættum. Bróðir hans, Styrr, vill ekki gifta honum dóttur sína, en hann þarf þá að berj- ast við berserkina og drepa þá.47 Fyrirætlanir berserksins eru ærlegar að því leyti að hann vill ekki fífla dóttur bónda heldur giftast henni.48 Fall ber- serkjanna er þó jafnframt táknrænt fyrir örlög þeirra útlendinga sem ekki ná í íslenska konu. Þeir staðfestast ekki og eignast ekki fótfestu í samfélaginu. Hið sama gildir raunar um íslendinga sem snúa heim eftir langa utanlands- dvöl, ef þeim auðnast ekki að fá sér kvonfang.49 Stundum eiga Islendingar frumkvæði að ástamálunum, t. d. er frásögn af slíku í Víglundar sögu. Þar segir frá víkverskum manni sem Hákon hét og var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.