Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 48

Andvari - 01.01.2001, Side 48
46 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI grundvallarmunur sé á Víkverjum eða Austfirðingi þegar kemur að því að fá utanaðkomandi menn til vígaferla. I Brennu-Njáls sögu kemur við sögur slíkur einhleypingur, Austfirðingur- inn Atli, sem Bergþóra fær til að drepa húskarl Hallgerðar. Að því vígi loknu vill Njáll koma honum undan, austur í fjörðu. Því neitar Atli. „Betra þyki mér að látast í þínu húsi ... en skipta um lánardrottna ... “93 Hann er búinn að finna sér samastað þar sem hann er velkominn og vill heldur láta lífið en hefja flakkið aftur. Utlendingar virðast hafa fallið vel inn í íslenskt samfélag ef þeir voru vin- samlegir, örlátir, reyndu að kynnast landsmönnum, sváfu hjá íslenskum heimasætum og veittu húsbændum sínum lið í bardögum. Þar sem menn áttu lönd voru þeir ekki útlendingar, hver sem uppruni þeirra var að öðru leyti. Þetta hljómar allvel. En þá höfum við dæmin af Emi kaupmanni og Aust- mönnunum Þóri og Þorgrími til að minna okkur á að þetta gekk ekki alltaf svona auðveldlega fyrir sig. Þeir sem vildu vinna hylli gestgjafa sinna og ná í heimasætur þurftu að hætta ýmsu til. Svo áttu útlendir menn og ókunnir það á hættu að verða að jaðarmönnum ef þeir sýndu andfélagslega hegðun og gerðust einhleypingar. Þessir kostir virðast kannski ekki svo ólíkir þeim sem útlendingar á öllum tímum hafa þurft að búa við. Þó bendir margt til þess að möguleikar erlendra manna, einkum þeirra sem komu úr löndum norrænna manna, til að aðlaga sig að samfélagi á Islandi hafi ekki verið slæmir. Ekki voru gerðar neinar kröfur um vegabréf, nafnskírteini eða innlend próf. Farmenn og kaupdrengir sem tryggðu sér fylgi konungs og höfðingja áttu þess kost að hætta kaupferð- um ef þeim bauðst góð kona og jörð, en jafnvel þeir sem ekki fengu jafngóða staðfestu áttu svipaða möguleika á að bjarga sér og innlendir menn. Svo má ekki gleyma því að hinn ókunni var ekki endilega útlendingur, hann gat líka komið úr öðru héraði. Hvort sem var þá var Island 13. aldar enn land tæki- færanna. Þar sögðu menn sögur af mönnum eins og Kára Sölmundarsyni sem kom sér vel við menn í Orkneyjum og Rangárþingi og var alls staðar vel lið- inn. í upphafi 14. aldar er þetta breytt, bændur kvarta yfir útlendum embætt- ismönnum, lærðum sem leikum. Ottinn við hið ókunna er mönnum meðfæddur, en útlendingahatur er það ekki. A bak við það leynist félagsleg ólga og ótti við yfirstandandi þjóðfé- lagsbreytingar. A 13. öld var sú þróun enn ekki hafin á íslandi sem leiddi til ofsókna gegn þeim sem voru öðruvísi víða í Evrópu.94 Ríki og lögvarin for- réttindastétt voru hér á frumstigi. Við sjáum hins vegar dæmi þess á 14. öld að fræjunum hafði verið sáð. Enn var ekki sá tími upp runninn að voðaverk væru unnin á útlendum mönnum hér á landi, en þau áttu eftir að koma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.