Andvari - 01.01.2001, Page 48
46
SVERRIR JAKOBSSON
ANDVARI
grundvallarmunur sé á Víkverjum eða Austfirðingi þegar kemur að því að fá
utanaðkomandi menn til vígaferla.
I Brennu-Njáls sögu kemur við sögur slíkur einhleypingur, Austfirðingur-
inn Atli, sem Bergþóra fær til að drepa húskarl Hallgerðar. Að því vígi loknu
vill Njáll koma honum undan, austur í fjörðu. Því neitar Atli. „Betra þyki mér
að látast í þínu húsi ... en skipta um lánardrottna ... “93 Hann er búinn að
finna sér samastað þar sem hann er velkominn og vill heldur láta lífið en
hefja flakkið aftur.
Utlendingar virðast hafa fallið vel inn í íslenskt samfélag ef þeir voru vin-
samlegir, örlátir, reyndu að kynnast landsmönnum, sváfu hjá íslenskum
heimasætum og veittu húsbændum sínum lið í bardögum. Þar sem menn áttu
lönd voru þeir ekki útlendingar, hver sem uppruni þeirra var að öðru leyti.
Þetta hljómar allvel. En þá höfum við dæmin af Emi kaupmanni og Aust-
mönnunum Þóri og Þorgrími til að minna okkur á að þetta gekk ekki alltaf
svona auðveldlega fyrir sig. Þeir sem vildu vinna hylli gestgjafa sinna og ná
í heimasætur þurftu að hætta ýmsu til. Svo áttu útlendir menn og ókunnir það
á hættu að verða að jaðarmönnum ef þeir sýndu andfélagslega hegðun og
gerðust einhleypingar.
Þessir kostir virðast kannski ekki svo ólíkir þeim sem útlendingar á öllum
tímum hafa þurft að búa við. Þó bendir margt til þess að möguleikar erlendra
manna, einkum þeirra sem komu úr löndum norrænna manna, til að aðlaga
sig að samfélagi á Islandi hafi ekki verið slæmir. Ekki voru gerðar neinar
kröfur um vegabréf, nafnskírteini eða innlend próf. Farmenn og kaupdrengir
sem tryggðu sér fylgi konungs og höfðingja áttu þess kost að hætta kaupferð-
um ef þeim bauðst góð kona og jörð, en jafnvel þeir sem ekki fengu jafngóða
staðfestu áttu svipaða möguleika á að bjarga sér og innlendir menn. Svo má
ekki gleyma því að hinn ókunni var ekki endilega útlendingur, hann gat líka
komið úr öðru héraði. Hvort sem var þá var Island 13. aldar enn land tæki-
færanna. Þar sögðu menn sögur af mönnum eins og Kára Sölmundarsyni sem
kom sér vel við menn í Orkneyjum og Rangárþingi og var alls staðar vel lið-
inn. í upphafi 14. aldar er þetta breytt, bændur kvarta yfir útlendum embætt-
ismönnum, lærðum sem leikum.
Ottinn við hið ókunna er mönnum meðfæddur, en útlendingahatur er það
ekki. A bak við það leynist félagsleg ólga og ótti við yfirstandandi þjóðfé-
lagsbreytingar. A 13. öld var sú þróun enn ekki hafin á íslandi sem leiddi til
ofsókna gegn þeim sem voru öðruvísi víða í Evrópu.94 Ríki og lögvarin for-
réttindastétt voru hér á frumstigi. Við sjáum hins vegar dæmi þess á 14. öld
að fræjunum hafði verið sáð. Enn var ekki sá tími upp runninn að voðaverk
væru unnin á útlendum mönnum hér á landi, en þau áttu eftir að koma.