Andvari - 01.01.2001, Page 58
56
PÁLL BJÖRNSSON
ANDVARI
hann gefa Stiftsbókasafninu í Reykjavík úrval af bókum forlags síns. Og
hann trúir dagbók sinni fyrir því að hann hafi ætlað að vera búinn að ganga
frá þessu fyrr." I yfirliti sem umsjónarmaður safnsins, Jón Arnason þjóð-
sagnasafnari, tók saman yfir bækur er gefnar voru bókasafninu frá 1850 til
1861 kemur fram að Brockhaus hafi gefið 214 bækur sem var stærsta ein-
staka gjöfin á þeim árum. Jón var auðsjáanlega hæstánægður með sending-
una því hann sagði að bækurnar væru „allar úrvalsverk og ekki af verri end-
anum ...,“12 en flest ritin voru á sviði læknisfræði, heimspeki, náttúruvísinda,
sagnfræði, málfræði og skáldskapar.13 Bókasendingin fór um hendur Carls
Franz Siemsen, kaupmanns í Hamborg, sem búið hafði í Reykjavík um
skeið.14 Hvatti hann til þess að Brockhaus yrði ekki aðeins þakkað persónu-
lega heldur einnig í dönskum blöðum, til dæmis Berlingatíðindum eða Föð-
urlandinu.l5 Siemsen taldi að Brockhaus kynni talsvert í íslensku og skrifaði
Jón því honum á móðurmálinu og þakkaði honum kærlega fyrir hina „alls
óverðskulduðu heiðursgjöf4.16
Það er nokkrum vandkvæðum bundið að greina hvemig samband Brock-
haus við íslenska menningu þróaðist á næstu árum.17 Þó er vitað að hann
hugði á ferð til Islands sumarið 1864 í fylgd áðumefnds Siemsens. Ovæntir
atburðir heima fyrir og heilsubrestur Brockhaus sjálfs urðu hins vegar þess
valdandi að hann ákvað að snúa við þar sem hann var kominn til Englands.18
Aform hans um að leggja í ferðina næstu sumur runnu einnig út í sandinn.19
Það var ekki fyrr en sumarið 1867 sem hinn langþráði Islandsdraumur
hans varð að veruleika.20 Brockhaus réð tuttugu og sjö ára gamlan norskan
tónlistarmann, Johan Svendsen, sem fylgdarmann. Svendsen var að ljúka
námi við tónlistarakademíuna í Leipzig og hafði komist í kynni við fjöl-
skyldu Brockhaus með því að kenna einu bamabaminu á fiðlu.21 Ferðalagið
hófst á jámbrautarstöðinni í Leipzig í lok maí en fyrsti áfangastaður var
Hamborg. A leiðinni hafði Brockhaus stutta viðkomu í Göttingen þar sem
hann heimsótti áðumefndan von Waltershausen. Sá hafði dvalið fimm mán-
uði hérlendis og gat því gefið góð ráð varðandi ferðalög á norðlægum slóð-
um. Dagbækur Brockhaus gefa annars til kynna að beygur var í karli enda
var hann nærri hálfsjötugur að aldri. Það varð honum því léttir að fregna
þegar til Hamborgar kom, að Carl Siemsen, sonur þýska kaupmannsins sem
hugðist fylgja honum til íslands þrem árum áður, ætlaði að verða honum
samskipa til Reykjavíkur.22 Fyrir brottför póstskipsins eyddi Brockhaus
fáeinum dögum í Kaupmannahöfn og heimsótti þá meðal annarra Jón Sig-
urðsson forseta og Hilmar Finsen stiftamtmann, sem einnig ætluðu með skip-
inu en báðir voru á leið til þings sem setja átti hinn fyrsta júlí. Einnig fór
Brockhaus á lista- og bókasöfn ásamt því að skoða Ámasafn.
Það var ys og þys á hafnarbakkanum daginn sem póstskipið lagði upp,
fjölmargir voru komnir til að kveðja farþegana og mörgu þurfti að skipa um