Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 62

Andvari - 01.01.2001, Page 62
60 PÁLL BJÖRNSSON ANDVARI urðu tónlistargáfur þessa unga, óframfærna manns alls ekki ljósar. Hann lék alveg eins og byrjandi og sýndi enga sérstaka hæfileika og hann hefur held- ur ekki samið neitt tónverk.“ Og hann bætti við að ef eitthvað ætti að verða úr Sveinbirni, þá þyrfti hann að komast úr landi.41 Ekkert varð af styrkveit- ingunni, en Jón Þórarinsson hefur leitt að því getum að hvatningar Svendsens hafi ráðið talsverðu um það að Sveinbjöm ákvað að leggja tónlistina fyrir sig og sigla til frekara náms. Svendsen og Sveinbjörn áttu eftir að hittast síðar og örlögin höguðu því þannig að Sveinbjöm átti síðar meðal annars eftir að stunda nám í Leipzig hjá fyrrum kennara Svendsens, hinum kunna Carl Rein- ecke.42 Ur Sveinbimi varð því líklega meira en Brockhaus hefði getað gert sér í hugarlund. Nokkrum sinnum var honum ásamt Siemsen fólkinu boðið til glæsilegra kvöldverða, til dæmis hjá Pétri Péturssyni biskupi,43 Áma Thorsteinssyni land- og bæjarfógeta og Hilmari Finsen stiftamtmanni. I boðinu hjá biskupi, svo dæmi sé tekið, voru um tuttugu gestir, þeirra á meðal stiftamtmannshjón- in Hilmar og Olufa, Jón Sigurðsson og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir, Eirfkur Magnússon ásamt eiginkonu og systur, og yfirmenn af franskri frei- gátu. Brockhaus segir að þetta hafi verið „mikill kvöldverður, með kjólföt- um, hvítum hálsbindum og gulum hönskum, allt á þá vegu og með þeim hætti sem nú er í tísku í gervöllum heiminum.1144 Með eftirfarandi orðum lýsir hinn mið-evrópski stórborgari samkvæmislífi reykvískrar yfirstéttar í bréfi til fjöl- skyldu sinnar: A mannfögnuðum háttar til eins og hjá okkur. Fólk situr oftast þröngt, maturinn er frek- ar ríkulegur og drykkirnir eru yfirleitt framúrskarandi. Kampavíninu, sem ekki er sjald- séð á hinu fátæka Islandi, vil ég þó ekki hrósa; þessum munaði hefði mátt sleppa. Klaufa- lega virðist vera staðið að ýmsu varðandi framreiðsluna og skipulag borðhaldsins. Oft- ast var aðalrétturinn látinn ganga til hægri en meðlæti og sósur til vinstri. Þegar mér var einu sinni rétt salatið fyrst, þá kjötsósan og að lokum kjötrétturinn, reyndi ég að koma betra skipulagi á hlutina, að minnsta kosti fyrir sjálfan mig. Fari maður í heimsóknir að morgni til er ósjaldan drukkið vín, en einn morguninn fór ég í fjóra morgunverði.43 Á köflum varð samkvæmislffið Brockhaus allt að því ofviða. Einn daginn fór hann til að mynda ásamt Siemsen fjölskyldunni út í danska skipið Fyllu um miðjan dag. Slegið var upp dansleik á þilfarinu og dönsuðu íslenskar konur við dönsku yfirmennina. Klukkan fimm síðdegis þurfti hann að vera mættur í herrakvöldverð hjá stiftamtmanni ásamt rúmlega tuttugu öðrum körlum, innlendum sem erlendum.46 Ekki voru þó allir dagar jafn spennandi, en greinilegt er að hann hefur eytt talsverðum tíma við lestur inni á sínu her- bergi.47 Þann sjöunda júlí færir hann í dagbók sína: „[Ljeiðinlegur dagur, íslenskunám, lesin bók á ensku um ritsímann. ... Til að bæta mitt eigi svo góða skap fór ég með Svendsen til [Sigurðar] Melsteð [lektors] þar sem þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.