Andvari - 01.01.2001, Page 75
andvari
HÁSKÓLAKENNSLA GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
73
Gísla gekk öllu verr á öðru lærdómsprófi haustið 1846. Hann gat ekki þreytt
það um vorið eins og venjan var þar sem hann sýktist af mislingum um sama
leyti og prófin voru haldin. Hinn 12. september gekk hann upp í fyrra prófinu
sem kallað var „Philologisk Pr0ve“. Þar hlaut hann laud eða fyrstu einkunn í
hebresku og náttúrufræði (Naturhistorie), aðra, haud, í latínu, grísku og sögu
°g þriðju einkunn í stærðfræði. Síðara prófið „Philosophisk Pr0ve“ var hald-
7. nóvember. í „Philosophiens 2den Del“ og í „Himmellære" fékk hann
fyrstu einkunn, en aðra í „Naturlære“. í heimspeki, „Philosophiens lste Del“,
hlaut hann n. cont. eða þriðju einkunn svo að aðaleinkunnin varð haud illaud-
abilis eða önnur einkunn (K0b.univ.Aarb., 1845). Fleiri próf þreytti Gísli ekki
Vlð Hafnarháskóla. Jónas Guðmundsson fékk hins vegar ágætiseinkunn í
fímm greinum og hlaut viðurkenninguna „Encomium publicum“ ásamt þrem-
Ur öðrum. íslendingar kölluðu það „að vera innkallaður“.
Að loknum þessum lærdómsprófum hófu stúdentar hið eiginlega fagnám.
Líkt og Konráð Gíslason hugðist Gísli leggja lögfræði fyrir sig, en hann las
fremur flest annað, enda varð hann fljótlega „leiður á öllu utan íslendinga-
Segum“ ef marka má það sem hann kvað til Konráðs Gíslasonar. Af dagbók
hans má sjá að hann drakk í sig bókmenntir samtímans og lifði sig inn í
atburði liðandi stundar. í hinum óbundnu textum, sem varðveittir eru frá
fyrstu háskólaárum hans, tjáir hann tilfinningar sínar og lýsir viðbrögðum
smum gagnvart því sem hann sér og heyrir, minnir þá á stundum á Heine.
Gísli Brynjúlfsson gat skrifað áþekkan texta og þennan á stúdentsárum
sínum: „Ó sára sæla, hvað þú þrýstir mér kvíðafull að hjarta þínu fyrir
nokkrum stundum! Mig dreymdi um hana, sem ég vil ekki elska og má ekki
elska, þótt ást hennar veiti mér dulda sælu.“ Þessi orð skrifaði Heine í bréfs-
,°rmi í greinaflokknum Úber die Französische Búhne vorið 1837 sem birtist
1 Theater-Revue (SvKr. Ritsafn 4, 66).
Snemma árs 1848 ákvað Gísli ásamt Benedikt Gröndal og Jóni Thorodd-
Sen að gefa út nýtt skáldskapar-tímarit óbugaðir af öllum eldri mönnum. Þeir
æt'uðu sjálfir að ráða stefnunni, en sögðust samt ráðast í útgáfuna vegna þess
ah Fjölnir væri hættur að koma út og þeir vildu fylla það skarð. Norðurfari
var fyrir margra hluta sakir merkisrit og ásamt dagbók Gísla er hann merki-
,e§ heimild um það sem fram fór í hugarheimi Gísla meðan byltingarnar
§eisuðu vítt um Evrópu. Norðurfara varð ekki langra lífdaga auðið og bar
leira en eitt til, ekki síst að Gísla skorti úthald þegar til lengdar lét að halda
jjnum úti og sama máli gegndi um hina sem að honum stóðu. Ekki þarf að
e a að hinn byltingarkenndi boðskapur Norðurfara kom róti á hugi íslenskra
esenda þegar Evrópa logaði í ófriði stafna milli. En árgangarnir urðu aldrei
nerna tveir, 1848 og 1849. Þá voru eldar byltingarinnar óðum að kulna og
a ugi Gísla að deyja út (Sjá, AK.: Andvari 1986, 114—36).
Gisli sótti tíma hjá prófessorunum í lögfræði fram á árið 1848. Samkvæmt