Andvari - 01.01.2001, Síða 87
ANDVARI
HÁSKÓLAKENNSLA GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
85
consistorium vilja það - að eg skuli nú í vetur halda opinbera fyrirlestra yfir
fornsögu Islands hér við háskólann, því þetta hefir oflengi verið vanrækt, og
tfieir hugsað um depilhögg og joðin tóm [e]tc. Mér þætti vænt ef eg gæti gert
Islendingum nokkurt gagn með slíkum fyrirlestrum“ (Lbs. 1934 a, 4to).
Þegar Gísli talar uin „depilhögg og joðin tóm“ í bréfinu er hann sennilega
að sneiða að Konráði Gíslasyni sem hafði einn tíma á viku í handritalestri
vormissiri 1870 með tveimur nemendum. Konráð hafði staðið í ritdeilum við
Guðbrand Vigfússon út af íslenskri réttritun og sér í lagi hvenær j skyldi
ritað, en Konráð var eindreginn baráttumaður að spara hvergi að nota j eins
°g sjá má af réttritun bréfa hans.
Jón Pétursson svaraði bréfi Gísla 18. október 1870 og sagði þar:
Eg vildi, að af því yrði, að yður yrði falið á hendur að kenna sögu íslands, og þó það
væri í Kaupmannahöfn, en heldur vildi eg þó, að þér yrðuð settur til að kenna hana hér
í Reykjavík áþekkt því, sem eg hefi stungið upp á og kemur það nú einkum af því, að
eg vil draga sem mest inn í landið (Nks. 3263 4to).
Hinn 24. október 1870 birtist grein eftir Gísla í Berlingske Tidende dagsett
tveimur dögum fyrr. I upphafi greinarinnar getur hann þess að auglýst hafi
yerið í blöðunum að á þessu háskólaári haldi hann opinbera fyrirlestra yfir
'Jslands politiske Historie fra Oldtiden af‘. Þeir verði ókeypis og öllum
heimilt á að hlýða. Fyrirlestrarnir hefjist næstkomandi miðvikudag þann 26.
kl. 6-7 síðdegis í kennslustofu nr. 1 í háskólanum, og þar verði þeir framveg-
ls á miðvikudögum og laugardögum. Með greininni vildi Gísli kynna vænt-
anlegum áheyrendum hversu hann ætlaði að haga fyrirlestrum sínum. Hann
nefndi samskipti Austur- og Vesturlanda frá 500-1000 og taldi það tímaskeið
ekki síður áhugavert en víkingaöldina og menningu hennar og reifaði nokkr-
ar spurningar í því samhengi. Þá vék hann að þekkingu á þjóðveldislögum
Isjendinga og þinghaldi og þróun konungsvalds í nágrannaríkjum íslands á
þjóðveldisöld um það leyti sem sögur hófust til að skilja sögu Islands og það
muni hann fjalla um í nokkrum fyrirlestrum.
Að öðru leyti er fátt vitað um efni þessara fyrirlestra. Samt getur Jón Sig-
Urðsson þeirra í bréfi til Halldórs Kr. Friðrikssonar 7. nóvember 1870 með
þessum orðum: „Þú ættir að vera kominn, að hlusta á fyrirlestra hjá Gísla
Hr(ynjólfssyni), um íslands politisku sögu frá upphafi, hann er nú um tíma
annars í Ninive og Babylon, og kemst líklega útí Mongolf áður en hann
^yrjnr á efninu. Dönum má þykja það nýstárlegt, að heyra að hann sé í
Sama politiska flokki einsog sá, sem ort hefir íslendingabrag“ (JS. Minnrit,
520-21).
Hér verður að hafa í huga að um þetta leyti hafði ágreiningur Gísla og Jóns
mðið að fullum fjandskap eins og fram kemur í bréfum Jóns, t. a. m. víkur
hann að Gísla og fyrirlestrum hans í bréfi til Jóns Guðmundssonar 26. sept-