Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 92
90
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Það væri misskilningur hjá Gísla að líta svo á að prófessorsstaða í norræn-
um fræðum væri laus. Hér væri einungis um þá stöðu að ræða sem Wimmer
hreppti þegar Konráð lét af störfum. Heimspekideildin bætti því við að enda
þótt háskólinn bætti við prófessorsembætti í norrænni „Filologi“, eins og ráð-
gert væri í frumvarpi til launalaga háskólans, myndi deildin með engu móti
mæla með Gísla Brynjúlfssyni til að gegna því embætti. I námsgreininni
væru mikilvægir þættir sem hann hefði ekki fengist við svo sem almenn nor-
ræn málsaga, tunga og bókmenntir annarra Norðurlanda. Því til viðbótar var
heimspekideildin þess fullviss að Gísla léti ekki að eiga hlutdeild að undir-
búningi stúdenta undir próf eða reyna kunnáttu þeirra við prófborðið (Aarb.
f K0bUniv. 1886-87, 19).
Með ofangreindum rökum lagðist heimspekideildin eindregið (indtræn-
gende) gegn því að Gísli fengi sæti í deildinni, þar sem kennsla hans væri
víðsfjarri starfsvettvangi hennar. Að síðustu var vikið að launahækkun
honum til handa og talið viðsjárvert að mæla með henni, þótt hann hefði
langan starfsferil að baki, meðan aðrir dósentar sem hefðu unnið til meiri
verðleika sem kennarar og höfundar að vísindaritum fengju ófullnægjandi
endurgjald fyrir vinnu sína.
Háskólaráðið féllst á umsögn heimspekideildar og 13. s. m. skrifaði
kennslumálaráðuneytið Gísla að það hefði hvorki efni á né sæi ástæðu til að
stofna prófessorsembætti (ordinært Professorat) í sögu Islands og bókmennt-
um og sama gilti um að koma því í kring að hann tæki sæti í heimspekideild-
inni.
Endalok þessa máls urðu til að brjóta Gísla niður. Hann hafði ekki kennt á
haustönn 1883 sakir veikinda og eins fór haustmisserið 1886. Hann veiktist
á því ári öndverðu. „Hannes Havsteen sagði mér að þú værir enn veikur“,
skrifaði Amljótur Ólafsson Gísla 17. ágúst 1886 og bætti svo við: „Það
hryggir mig mjög; en eg vona að sumarið bæti úr því, þú þyrftir jafnvel að
ferðast, hinn mikli hiti og stöðugi þreytir heilann, hann þarf hvíldar“ (Nks.
3263 4to).
Vormisserið 1887 fékk Gísli leyfi frá kennslu. Ólafur Davíðsson greindi
séra Eggert Briem frá sjúkleika hans í bréfi 25. febrúar 1887 með þessum
kuldalegu orðum:
Gísli gamli Brynjúlfsson hefur nú lifað sitt fegursta eða er réttara sagt dauður, þó hann
tóri, að minnsta kosti að því er alla fræði snertir. Hann er nefnilega orðinn geggjaður á
sönsunum og kominn út á Bistrup (vitlausraspítali). Reyndar hafa vísindin ekki eftir
miklu að sjá, þó hann vantaði hvorki gáfur, lærdóm né almenna menntun. Eg veit ekki,
hvort heim hefur borist það sem komið er út (eða var í fyrra) af kvæðum hans. Hann fór
að gefa út kvæðasafn eftir sig í hitt ið fyrra og áttu að vera einar 20 arkir. í vor sem var
voru, ef eg man rétt, komnar út um 140 bls. Meira kernur víst aldrei út, og græt eg þa^
ekki og eg held fáir (Hafnarstúdskv., 220-21).