Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Síða 104

Andvari - 01.01.2001, Síða 104
102 SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON ANDVARI Gunnar Jóhannes segir að aldrei sé gefið í skyn að Benedikt sé beinlínis að fara þessa ferð af trúarlegum ástæðum. Að vísu slær hann vamagla og bend- ir á að vissulega megi túlka förina sem þjónustu við Guðs vilja en telur jafn- framt að það sé ekki ástæða hennar, m. ö. o. að trúarleg hvöt fararinnar sé einungis spuming um túlkun. Þessi afstaða hans vekur nokkra furðu í ljósi þess að í Aðventu segir berum orðum að Benedikt hafi farið þessa för í þjón- ustu við „alveruna“ (bls. 74) og á öðrum stað segir að hann hafi fundið „sig reiðubúinn til hvers sem vera skyldi undir forustu Herrans [svo].“ (bls. 19). Af þessu verður ekki annað séð en að för Benedikts sé sprottin af trúarlegum ástæðum. Lokaorð bókarinnar gefa þetta einnig sterklega til kynna: „Og þá var þessari aðventuför lokið, þjónustan innt af höndum [...]“ (bls. 93). Vissu- lega mætti í anda Gunnars Jóhannesar túlka þessa þjónustu sem siðferðilega (húmaníska) þjónustu við samsveitunga hans eða dýrin, samanber það að Benedikt finnst hann bera ábyrgð á kindunum, en eins og vikið verður að hér á eftir er þó líklegra að þessi þjónusta sé innt af hendi í þjónustu við alver- una, í anda hins góða hirðis. Sú fullyrðing Gunnars Jóhannesar að Benedikt hafi ekki notið handleiðslu Guðs stenst ekki heldur. Eins og áður er getið treystir Benedikt að Drottinn finni eftirmann (bls. 65-66). Ekki verður annað séð en að „bænum“ hans sé svarað því í lok sögunnar er gefið í skyn að Benedikt yngri muni taka við af honum (bls. 92-93). Ekki einungis nafnið og leitarferð hans undir lok sögunnar bendir til þess heldur er lundarfar þeirra einnig áþekkt. Lunderni Benedikts eldra einkennist af hógværð, sbr. orð sögumanns þegar Benedikt hugsar til hógværðar Krists: „Hógværð, já. Það skildi Benedikt.“ (bls. 18). I sögulok þegar Benedikt eldri gefur nafna sínum dýrðina svarar sá yngri: „Láttu þakklætið koma niður, þar sem það á heima [...]“ (bls. 93). Hógværð þeirra nafna og þjónustulund kallast á og minnir jafnframt á hógværð Krists. Að lokum segir Gunnar Jóhannes að ferð Benedikts geti ekki verið sprott- in af iðrun, þar sem hann sé ekki svo aumur syndari. Eins og nánar verður farið út í síðar virðist för Benedikts endurspegla ævi og starf Krists. Sam- kvæmt kristinni hefð tók Kristur saklaus á sig syndir mannanna. Ef Benedikt fetar í fótspor meistara síns er ekkert undarlegt við það að hann leggi þessar raunir á sig. Einnig má ekki gleyma því að samkvæmt lúterskum skilningi eru allir menn aumir syndarar. Þannig upplifir Benedikt sig einnig: „Það var yfirleitt eitthvað hálfgildingslegt og lítilmótlegt við hann, og það í einu og öllu. Hálfgóður og hálfslæmur [...]“ (bls. 20). Það er ljóst að þetta er ekki álit sögumanns eða samsveitunga hans (bls. 46) heldur Benedikts sjálfs og und- irstrikar því að hann upplifir sig sem syndara, í lúterskum anda. Af framan- sögðu er ljóst að trúarstef í Aðventu eru mun sterkari en Gunnar Jóhannes vill vera láta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.