Andvari - 01.01.2001, Page 106
104
SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON
ANDVARI
(1986: 186-188). Þessa niðurstöðu sína tengir hann biblíulegum bakgrunni
og kristinni trúarhefð, en á ófullnægjandi hátt. Ekki aðeins sleppir hann bein-
um tilvísunum í Biblíuna heldur yfirsjást honum fjölmargar óbeinar tilvísan-
ir. Rétt er að taka fram að grein Olafs er ekki frágengin ritgerð því honum
entist ekki aldur til að gera efninu fullnaðarskil.
Beinar tilvísanir
Ólafur bendir á að Benedikt hugsi til guðspjalla tveggja fyrstu sunnudaga
jólaföstunnar, þ. e. Mt 21, Lk 21:1—4; 25 (bls. 14 og 55-56). Góð þekking
Benedikts á ritningarlestrum kirkjunnar undirstrikar trúrækni hans. Hann
samsamar sig efni ritninganna og þykir hann þekkja og lifa innreiðina í Jerús-
alem. Ólafur ræðir einnig um að angist og ráðaleysi þjóðanna, sem Lúkas talar
um, hafi Benedikt sjálfur lifað í æsku sinni (1986: 186-187). Ef betur er litið
á Matteusarguðspjall 21 kemur margt áhugavert í ljós. I upphafi 21. kafla er
sagt frá því að Jesús sendir lærisveina sina inn í Jerúsalem til að sækja ösnu
og fola. Förunautar Jesú, þ. e. asninn og folinn, vekja upp hugrenningatengsl
við förunauta Benedikts, þá Eitil og Leó, eins og Gunnlaugur A. Jónsson
(1998: 193) bendir á í grein sinni „Hirðir og hjörð“. Athyglisvert er að jafn-
framt minna Benedikt og förunautar hans á þrenninguna, en þannig nefna
sögumaður og samsveitungar Benedikts þá oft. í Aðventu er lögð áhersla á
hógværð Jesú en sú hógværð er jafnframt tengd hógværð Benedikts. Hann á
meira að segja að hafa þekkt þennan litla asna og vitað hvemig honum og Jesú
hefði verið innanbrjósts. Þama er eins og Jesús og Benedikt renni saman um
stund (bls. 18). A sömu blaðsíðu í sögunni kemur orðið þjónusta fjórum sinn-
um fyrir í jafnmörgum línum. Þessi áhersla á þjónustulund Benedikts rímar
við þjónustu og fórn Krists. í framhaldi af þessu fer Benedikt að hugleiða
stöðu sína. Hann upplifir sjálfan sig sem hálfgildings eitthvað, hálfur maður
og hálf skepna, hálf góður og hálf slæmur (bls. 20). Ef til vill má hér sjá tengsl
við kristna túlkunarhefð þar sem Jesús er álitinn hálfur maður og hálfur Guð.
Að sjálfsögðu gat hinn hógværi Benedikt ekki upplifað sig að hálfu sem Guð
en þessi „hálfgildingsháttur“ vekur óneitanlega hugrenningartengsl.
Eftir að Kristur reið inn í Jerúsalem hélt hann til musterisins, velti þar uni
borðum víxlaranna og rak fólk út með svipuhöggum. Benedikt verður hugs-
að til þessa atburðar. Hann furðar sig á blindu Gyðinga og er sannfærður um
að hann hefði þekkt frelsarann á augabragði og hefði jafnvel hjálpað honum
að hreinsa musterið. Bæði Jesús og Benedikt, þessir tveir friðarsinnar, eiga
erfitt með að horfa upp á vanhelgun, ranglæti og kúgun. Hinn friðsami Bene-
dikt svitnar við tilhugsunina um að kaupmenn og braskarar úr sveitinni flyttu