Andvari - 01.01.2001, Side 107
andvari
SVIÐSETNING Á ÆVI KRISTS
105
okurstarfsemi sína í gömlu torfkirkjuna (bls. 19-20). Hér virðast afstaða og
blfinningar Krists enduróma í brjósti Benedikts.
Jerúsalem markar bæði upphaf og endi starfs Jesú. Samkvæmt Lúkasar-
guðspjalli var hann umskorinn þar og sem tólf ára drengur dvaldi hann í húsi
»föður síns“ (Lk 2). Innreiðin markar hins vegar upphaf píslargöngu, dauða
°g upprisu Krists. Tuttugasta og sjöunda ferð Benedikts tengist einnig upp-
hafi og tímamótum starfs hans. Fyrir 27 árum hóf hann eftirleit sína, þá 27
ara gamall, sem e. t. v. skírskotar til Jesú sem einnig hóf starf sitt um þrítugt.
Líta má á bæði innreið Jesú inn í Jerúsalem og ferð Benedikts í Aðventu sem
ninningarferðir. För Benedikts er því einnig nokkurs konar innreið og písl-
arganga. Benedikt leggur af stað í för sína á sama degi og Jesús lagði af stað
>nn í Jerúsalem (bls. 17). Talan 27 kemur tólf sinnum fyrir í bókinni og yfir-
leitt fylgir sú árétting að þetta sé minningarár. Aðventuhátíðin er í raun nokk-
Urs konar minningarhátíð um ævi Krists.
Olafur bendir réttilega á að sagan um eyri ekkjunnar komi fyrir í Aðventu
(bls. 55) en hann ræðir þó þessi tengsl ekki nánar. í sögunni af ekkjunni segir
•^sús: „Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir.
Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum,
aHa björg sína.“ (Lk 21:3-4). Benedikt minnir um margt á ekkjuna en einnig
hann gefur af fátækt sinni. Hann gefur með sér af knöppu nesti sínu og legg-
Ur ú sig „óþarfa“ raunagöngu í ljósi þess að hann er aðeins fátækur vinnu-
maður og vantar engar kindur sjálfan. Á sama tíma og Benedikt verður hugs-
að til sögunnar af eyri ekkjunnar reikar hugur hans til þeirra tákna sem munu
fylgja komu Mannssonarins (bls. 55) eða eins og segir í Lúkasarguðspjalli:
»Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráða-
lausra við dunur hafs og brimgný.“ (Lk 21:25).
Ólafur gerir ekkert úr tilvísun Benedikts til mettunar Krists (sjá Mt
'4:13-21; Mk 6:30^14: Lk 9:10-17 og Jh 6:1-14). Er Benedikt situr í gröf
s*nni og telur hina örfáu kjöt- og brauðbita sem hann á eftir hugsar hann til
Pess hvað „Drottni [hafi] ekki orðið úr tveim brauðum og fimm fiskum“ (bls.
^5). Níu dagar eru þá liðnir síðan hann lagði af stað í för sína en vegna þess
að hann hafði gefið Hákoni og fylgdarmönnum hans af nesti sínu átti hann
»ekki eftir nema sjö [kjötbita], og þeir ekki ýkjastórir, og auk þess nokkur
Jorði af brauði, sem hefði að skammlausu mátt vera ríflegri.“ (bls. 75). Á
þeim tæpum þremur vikum sem eftir eru af förinni fæðir hann sig og Leó á
Þessu lítilræði. Honum tekst því, eins og Kristi, að gera mikið úr litlu.
Að lokum er einnig vfsað til stóru spámannanna þegar Eitill er sagður vera
ónn af þeim (bls. 27). í kristinni túlkunarhefð hefur oft verið litið svo á að
Poðskapur hinna meiri spámanna snúist fyrst og fremst um lífsferil Jesú (sbr.
°k Sawyer 1996). Þar með eru allar beinar tilvísanir í Biblíuna upptaldar, en
°§rynni er af óbeinum tilvísunum.