Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 107

Andvari - 01.01.2001, Page 107
andvari SVIÐSETNING Á ÆVI KRISTS 105 okurstarfsemi sína í gömlu torfkirkjuna (bls. 19-20). Hér virðast afstaða og blfinningar Krists enduróma í brjósti Benedikts. Jerúsalem markar bæði upphaf og endi starfs Jesú. Samkvæmt Lúkasar- guðspjalli var hann umskorinn þar og sem tólf ára drengur dvaldi hann í húsi »föður síns“ (Lk 2). Innreiðin markar hins vegar upphaf píslargöngu, dauða °g upprisu Krists. Tuttugasta og sjöunda ferð Benedikts tengist einnig upp- hafi og tímamótum starfs hans. Fyrir 27 árum hóf hann eftirleit sína, þá 27 ara gamall, sem e. t. v. skírskotar til Jesú sem einnig hóf starf sitt um þrítugt. Líta má á bæði innreið Jesú inn í Jerúsalem og ferð Benedikts í Aðventu sem ninningarferðir. För Benedikts er því einnig nokkurs konar innreið og písl- arganga. Benedikt leggur af stað í för sína á sama degi og Jesús lagði af stað >nn í Jerúsalem (bls. 17). Talan 27 kemur tólf sinnum fyrir í bókinni og yfir- leitt fylgir sú árétting að þetta sé minningarár. Aðventuhátíðin er í raun nokk- Urs konar minningarhátíð um ævi Krists. Olafur bendir réttilega á að sagan um eyri ekkjunnar komi fyrir í Aðventu (bls. 55) en hann ræðir þó þessi tengsl ekki nánar. í sögunni af ekkjunni segir •^sús: „Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum, aHa björg sína.“ (Lk 21:3-4). Benedikt minnir um margt á ekkjuna en einnig hann gefur af fátækt sinni. Hann gefur með sér af knöppu nesti sínu og legg- Ur ú sig „óþarfa“ raunagöngu í ljósi þess að hann er aðeins fátækur vinnu- maður og vantar engar kindur sjálfan. Á sama tíma og Benedikt verður hugs- að til sögunnar af eyri ekkjunnar reikar hugur hans til þeirra tákna sem munu fylgja komu Mannssonarins (bls. 55) eða eins og segir í Lúkasarguðspjalli: »Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráða- lausra við dunur hafs og brimgný.“ (Lk 21:25). Ólafur gerir ekkert úr tilvísun Benedikts til mettunar Krists (sjá Mt '4:13-21; Mk 6:30^14: Lk 9:10-17 og Jh 6:1-14). Er Benedikt situr í gröf s*nni og telur hina örfáu kjöt- og brauðbita sem hann á eftir hugsar hann til Pess hvað „Drottni [hafi] ekki orðið úr tveim brauðum og fimm fiskum“ (bls. ^5). Níu dagar eru þá liðnir síðan hann lagði af stað í för sína en vegna þess að hann hafði gefið Hákoni og fylgdarmönnum hans af nesti sínu átti hann »ekki eftir nema sjö [kjötbita], og þeir ekki ýkjastórir, og auk þess nokkur Jorði af brauði, sem hefði að skammlausu mátt vera ríflegri.“ (bls. 75). Á þeim tæpum þremur vikum sem eftir eru af förinni fæðir hann sig og Leó á Þessu lítilræði. Honum tekst því, eins og Kristi, að gera mikið úr litlu. Að lokum er einnig vfsað til stóru spámannanna þegar Eitill er sagður vera ónn af þeim (bls. 27). í kristinni túlkunarhefð hefur oft verið litið svo á að Poðskapur hinna meiri spámanna snúist fyrst og fremst um lífsferil Jesú (sbr. °k Sawyer 1996). Þar með eru allar beinar tilvísanir í Biblíuna upptaldar, en °§rynni er af óbeinum tilvísunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.