Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 110

Andvari - 01.01.2001, Side 110
108 SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON ANDVARI 5:10). Þetta minnir á það þegar Benedikt finnur sínar fyrstu lifandi kindur en þá segir sögumaður: „Hún [heppnin] var áþekkust því að varpa netjum sínum í ósýnilegt haf [...]“ (bls. 82). Pétur átti einmitt að kasta netum sínum í ósýni- legt haf, rétt eins og Benedikt gerir hér. Ein frægasta setning Jesú er líklega: „Leyfið bömunum að koma til mín, vamið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ (Sjá Mt 19:14; Mk 10:14 og Lk 18:16). Benedikt er einfari og á ekki mikla samleið með öðru fólki. Hann tekur aldrei þátt í spilamennsku með Hákoni og vinnumönnum hans en þegar kemur að börnunum, sem sækja það fast að vera í návist hans, sparar hann ekki tíma sinn. Eins og segir í bókinni: „I Botni voru það bömin ein sem fögnuðu honum, þau voru í sjöunda himni, af því að nú var Benedikt nauð- ugur einn kostur, að sitja um kyrrt. [...hann] skipti deginum milli Eitils og barnanna á heimilinu.“ (bls. 38-39). Benedikt leyfir bömunum að koma til sín og virðist fagna návist þeirra, rétt eins og Jesús Kristur. í fjallræðunni segir meðal annars: „Slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær. Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.“ (Mt 5:39-42). Greinilegt er að Benedikt lifir samkvæmt þessu boði. Það sést t. d. á framkomu hans við Hákon. Þó hann viti vel að Hákon og menn hans séu að misnota hann með því að láta hann eyða sínum dýrmæta tíma í að leita fyrir sig þá ásakar hann þá ekki þegar hann staðfestir að vissulega hefðu Hákon og menn hans átt að leggja fyrr af stað í sauðaleit sína (bls. 36). I anda Krists gefur Benedikt með sér mat sinn og neitar engum um aðstoð í eftirleit þeirra. Auk Hákonar hjálpar Benedikt Jóni í leit að týndu stóði. Honum finnst að „úr því að fundum þeirra hafði borið saman, þá [bæri] hann að vissu leyti ábyrgð á honum.“ (bls. 54). I sömu ræðu líkir Jesús áheyrendum sínum við ljós heimsins. Þar segir: „Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur á ljósi og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.“ (Mt 5:14-16. Sjá einnig Mk 4:21-25; Lk 8:16-18 og 11:33-36.). Áhugavert er að bera þessi orð saman við lýsingu sögumanns á hinu einmana ljósi í bæjargöngunum i Botni: Ljós stóð og beið þeirra inni í bæjargöngunum, hafði staðið þar um stund og logað yf>r engu nema sjálfu sér. Ljós sem logar yfir engu, er nærri því eins einmana og efasjúk sál. og breytist því kynlega undir eins og það er ekki eitt lengur, undir eins og menn koma að. Eins og nú þetta ljós: að fyrir það eitt, að mennimir þrír komu inn úr dyrunum varð það ekki eins einmana og yfirgefið sem áður, hafði allt í einu fengið starf að stunda og hlutverk að rækja. (bls. 30-31).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.