Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 110
108
SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON
ANDVARI
5:10). Þetta minnir á það þegar Benedikt finnur sínar fyrstu lifandi kindur en
þá segir sögumaður: „Hún [heppnin] var áþekkust því að varpa netjum sínum
í ósýnilegt haf [...]“ (bls. 82). Pétur átti einmitt að kasta netum sínum í ósýni-
legt haf, rétt eins og Benedikt gerir hér.
Ein frægasta setning Jesú er líklega: „Leyfið bömunum að koma til mín,
vamið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ (Sjá Mt 19:14; Mk 10:14 og Lk
18:16). Benedikt er einfari og á ekki mikla samleið með öðru fólki. Hann
tekur aldrei þátt í spilamennsku með Hákoni og vinnumönnum hans en þegar
kemur að börnunum, sem sækja það fast að vera í návist hans, sparar hann
ekki tíma sinn. Eins og segir í bókinni: „I Botni voru það bömin ein sem
fögnuðu honum, þau voru í sjöunda himni, af því að nú var Benedikt nauð-
ugur einn kostur, að sitja um kyrrt. [...hann] skipti deginum milli Eitils og
barnanna á heimilinu.“ (bls. 38-39). Benedikt leyfir bömunum að koma til
sín og virðist fagna návist þeirra, rétt eins og Jesús Kristur.
í fjallræðunni segir meðal annars: „Slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð
honum einnig hina. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil
þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina
mílu, þá far með honum tvær. Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við
þeim, sem vill fá lán hjá þér.“ (Mt 5:39-42). Greinilegt er að Benedikt lifir
samkvæmt þessu boði. Það sést t. d. á framkomu hans við Hákon. Þó hann
viti vel að Hákon og menn hans séu að misnota hann með því að láta hann
eyða sínum dýrmæta tíma í að leita fyrir sig þá ásakar hann þá ekki þegar
hann staðfestir að vissulega hefðu Hákon og menn hans átt að leggja fyrr af
stað í sauðaleit sína (bls. 36). I anda Krists gefur Benedikt með sér mat sinn
og neitar engum um aðstoð í eftirleit þeirra. Auk Hákonar hjálpar Benedikt
Jóni í leit að týndu stóði. Honum finnst að „úr því að fundum þeirra hafði
borið saman, þá [bæri] hann að vissu leyti ábyrgð á honum.“ (bls. 54).
I sömu ræðu líkir Jesús áheyrendum sínum við ljós heimsins. Þar segir:
„Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki
kveikja menn heldur á ljósi og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku og þá
lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái
góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.“ (Mt 5:14-16. Sjá
einnig Mk 4:21-25; Lk 8:16-18 og 11:33-36.). Áhugavert er að bera þessi
orð saman við lýsingu sögumanns á hinu einmana ljósi í bæjargöngunum i
Botni:
Ljós stóð og beið þeirra inni í bæjargöngunum, hafði staðið þar um stund og logað yf>r
engu nema sjálfu sér. Ljós sem logar yfir engu, er nærri því eins einmana og efasjúk sál.
og breytist því kynlega undir eins og það er ekki eitt lengur, undir eins og menn koma
að. Eins og nú þetta ljós: að fyrir það eitt, að mennimir þrír komu inn úr dyrunum varð
það ekki eins einmana og yfirgefið sem áður, hafði allt í einu fengið starf að stunda og
hlutverk að rækja. (bls. 30-31).