Andvari - 01.01.2001, Side 112
110
SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON
ANDVARI
í framhaldi af því er áhugavert að velta fyrir sér tengslum holunnar á
öræfunum og dauða og greftrun Jesú. Þegar Benedikt er nýbúinn að finna
holuna sína (sem hann og sögumaður kalla gröf og grýtu; sjá 69; 81; 87; 89)
slokknar á prímusnum vegna loftleysis. A þeirri stundu liggur honum við
köfnun, eða eins og segir:
Og þetta var ekki neitt eðlilegt myrkur. Það var í mesta máta óeðlilegt myrkur, mann
sveið blátt áfram undan því í augunum og það tók fyrir kverkar manni, ætlaði að kæfa
mann. Og þó var það á hinn bóginn nógu vingjamlegt, vildi fá mann til að sofa, bara
sofa, detta út af og sofa. Og hvað átti hann eiginlega að gera með kaffið núna. Til hvers
þurfti hann ljós í kvöld? En skyldu þetta nú vera tóm vinahót? Hann reyndi að ráða fram
úr þessu, reyndi að átta sig á því. Það skyldi þó ekki vera, að óveðrið væri að ofsækja
þá ennþá? Það hefði sjálfsagt byrgt hverja smugu. Það var víst tilætlunin að kæfa þá-
(bls. 76-77).
Eins og Olafur rekur í erindum sínum er þessi atburður sannsögulegur (1986:
182). Ef til vill er það ástæða þess að Ólafur gerir ekkert úr því að ávallt er
vísað til holunnar sem grafar og grýtu. Ólafur kallar holuna hins vegar aldrei
annað en grýtu en með því er að sjálfsögðu dregið úr píslartengslum hol-
unnar. En þótt þessi atburður hafi sögulegan bakgrunn þá útilokar það ekki
textatengsl við dauða og greftrun Jesú. Líkt og gröf Jesú var lokuð með steim
(Mt 27:66) er gröf Benedikts lokuð með hlemmi (sjá t. d. bls. 72). í fyrr-
nefndu atviki er Benedikt nálægt dauðanum og er aðeins hársbreidd frá þVi
að sofna í hinsta sinn, sem endurtekur sig reyndar þegar hann grefur sig 1
fönnina (bls. 88). í báðum tilvikum tekst honum þó að rísa upp aftur, sem
minnir jafnframt á upprisu Krists. I ofangreindu atviki er veðrið í hlutverki
aðalóvinar Benedikts þar sem það reynir að kæfa hann. Sjá má veðrið sem
eins konar tákn þeirra Gyðinga sem lögðust á eitt, með Kaífas æðstaprest i
farabroddi, við að fá Rómverja til að krossfesta Krist (Mt. 26:3-5). Það er
einnig áhugavert að Benedikt fer alla sína björgunarleiðangra frá gröf sinni,
en samkvæmt kristinni túlkunarhefð fólst sigur Krists í sigri hans á dauð-
anum. Þannig bjargar Kristur einnig mönnunum frá gröf sinni. Altarisganga
kristinna manna er bein tilvísun til þessa. Þegar Benedikt snýr aftur til
byggða lýsir sögumaður því með eftirfarandi orðum: „Seint um kvöldið kom
hann að Botni, og fékk þar slíkar viðtökur, sem hann væri upprisinn frá dauð-
um.“ (bls. 92). Framhald starfs Krists er tryggt með upprisu hans og á sama
hátt mætti túlka Benedikt yngri sem „upprisu" nafna síns. Benedikt eldri er
hniginn að aldri (á þessa tíma mælikvarða) og starfi hans senn lokið, en nafni
hans mun halda uppi merki hans (bls. 92-93).
Af öllu framansögðu má ljóst vera að Gunnar Gunnarsson hefur markvisst
ofið ævi og boðskap Krists inn í hina sannsögulegu frásögn af Fjalla-Bensa.
Þannig verða hversdagslegar hetjuraunir sviðsetning af helstu þáttum úr aevi