Andvari - 01.01.2001, Page 113
andvari
SVIÐSETNING A ÆVI KRISTS
111
Krists og megininntaki boðskapar hans. Gunnar fylgir einnig nokkuð náið
kristinni túlkunarhefð á merkingu fórnar Krists.
Niðurlag
^rögum nú þræðina saman: För Benedikts er sprottin af trúarlegum hvötum
en ekki húmanískum eins og Gunnar Jóhannes Árnason heldur fram. Þetta
sést ekki aðeins á því að Benedikt hugsar ítrekað til Guðs og treystir því
að hann tryggi sér eftirmann, heldur einnig í hinum sterku biblíulegu stefj-
um sem ganga í gegnum alla söguna. Ólafur Jónsson kemur vissulega auga á
hin sterku biblíulegu tengsl, en honum yfirsjást bæði beinar og óbeinar tilvís-
anir.
I Aðventu er Benedikt Kristsgervingur og má líta á för hans sem sviðsetn-
lngu á ævi og boðskap Krists. Þetta sést vel í hinum beinu tilvísunum í Bibl-
lUfia, eins og t. d. í innreið Jesú í Jerúsalem, hreinsun musterisins, eyri ekkj-
nnnar og mettun mannfjöldans, svo eitthvað sé nefnt. Að auki er mikið um
°beinar tilvísanir í guðspjöllin, svo sem í líkinguna um góða hirðinn, týnda
Sauðinn, eyðimerkurför Krists, þrenninguna, skim Jesú, hvatningu hans um
að veiða menn og leyfa börnunum að koma til sín, boðskap hans um að bjóða
hina kinnina og að menn eigi að vera sem ljós heimsins og að lokum í fóm,
krossfestingu, dauða, greftrun og upprisu Krists. Hvert fótmál Benedikts, og
Sjörðir hans sem hér er lýst enduróma þrautagöngu og boðskap meistara hans
forðum.
TILVÍSANIR
Gunnar Gunnarsson birti smásögu sína í íslenskri gerð í Lesbók Morgunblaðsins 6. júlí
2 ^68 undir heitinu „Góði hirðirinn“.
Stuðst er við fyrstu íslensku útgáfuna áAðventu frá árinu 1939 í þýðingu Magnúsar Ásgeirs-
3 ?or,ar. 011 blaðsíðutöl vísa til þeirrar útgáfu.
I Lesbók Morgunblaðsins 6. júlí 1968 hefur Gunnar orð á að þegar Aðventa var þýdd yfir
a ensku þá „skelltu Ameríkuntenn á hana frumheitinu - þar í landi heitir sagan The Good
Shepherd - án þess að hafa veður af fyrra nafninu, og án samráðs við höfundinn." Þetta
sýnir glöggt hin augljósu tengsl milli skáldsögunnar og guðspjallsins.