Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 117

Andvari - 01.01.2001, Side 117
andvari ... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRETTIR 115 * I hverju fólst sú bylting sem varð í ljóðagerð á íslandi á fimmta áratug síð- ustu aldar, og hvernig stóð á henni? Fyrri spurningunni ætti að vera hægt að svara (hefur það ekki þegar verið gert?) en hin er sýnu örðugri. Hvað olli því að ungir menn fóru að yrkja öðruvísi en áður hafði þekkst hér? Það er vissu- lega umhugsunarefni, og ekki bara fyrir þá sem skrifa bókmenntasögu. „Hið hefðbundna form 19. aldar er nú tómt hús,“ skrifaði Sigfús 1952 í „Til vam- ar skáldskapnum" og vísar þar til orðalags danska skáldsins Pauls la Cour.6 En er það rétt? Er hægt að segja að íslensk ljóðlist hafi í stríðslok, þegar nýj- unganna fer fyrst að gæta, verið komin svo af fótum fram að ekki yrði lengra haldið á þeirri braut? Ljóðabækurnar Úr landsuðri (1939) eftir Jón Helgason, Ferð án fyrirheits (1942) eftir Stein Steinar, Kvæði (1944) eftir Snorra Hjart- urson og Ijóð Hannesar Péturssonar í Árhók skálda 1954 virðast reyndar sýna að svo var ekki, að þanþol hefðbundinnar ljóðlistar var enn töluvert. Eða hvað? Bersýnilega var þar komið að flest hæfileikamestu skáldin meðal hinna yngri manna sáu sér ekki fært að halda áfram innan hefðarinnar. Hvernig stóð á því? Þeirrar spumingar hefur að sjálfsögðu verið spurt áður. Arið 1967 skrifaði hlaðmynda Bandaríkjamaðurinn Peter Carleton (Kári Marðarson) doktorsrit- §urð um „samspil hefðar og nýjunga“ í íslenskri ljóðagerð á 20. öld.7 Hann aðhyllist þar nýrýni í umfjöllun bókmenntaverka en telur nauðsynlegt að leita félagslegra og efnahagslegra skýringa þegar kemur að bókmenntalegri Þróun. Hann viðurkennir þó að erfitt sé að henda reiður á því hvað olli Umskiptunum í ljóðagerð, svo víðtækar séu breytingamar á lífsháttum öllum sem hér urðu frá kreppu til eftirstríðsára. Rofið var að hans dómi gagngert. ”Hver sem velti því fyrir sér í alvöru hverskonar Ijóð hann ætti að yrkja við þessar aðstæður hlaut að fara allt aðrar leiðir en áður tíðkuðust.“8 Varla er þama komin hin endanlega skýring á ljóðbyltingunni, en eitthvað á þessa leið hafa þau ungu skáld kannski hugsað sem voru að þreifa fyrir sér um ljóða- gerð á fimmta áratugnum. í bréfi sem Sigfús skrifar Jóni Óskari frá París 4. maí 1953 er merkilegur kafli. Umræðuefnið er stofnun tímarits um ljóðlist og hugsanleg þátttaka Sig- fúsar sem hefur uppi ýmsar efasemdir um slíkt fyrirtæki en segir svo: Ég mundi ekki kjósa annað betra en að vera samstarfsmaður í þessum litla hópi: H.S., St.H.G., J.Ó., S.D. Það er eins og við höfum kontið í heiminn á sömu mínútunni, við eigum margt sameiginlegt sem hvorki þeir sem voru á undan né kannski þeir sem koma á eftir eiga. Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Jón Óskar, Sigfús Daðason: um- 'T'ælin gefa tilefni til að skoða þessa ,fjórbura‘ saman, og hvem í sínu lagi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.