Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 117
andvari
... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRETTIR
115
*
I hverju fólst sú bylting sem varð í ljóðagerð á íslandi á fimmta áratug síð-
ustu aldar, og hvernig stóð á henni? Fyrri spurningunni ætti að vera hægt að
svara (hefur það ekki þegar verið gert?) en hin er sýnu örðugri. Hvað olli því
að ungir menn fóru að yrkja öðruvísi en áður hafði þekkst hér? Það er vissu-
lega umhugsunarefni, og ekki bara fyrir þá sem skrifa bókmenntasögu. „Hið
hefðbundna form 19. aldar er nú tómt hús,“ skrifaði Sigfús 1952 í „Til vam-
ar skáldskapnum" og vísar þar til orðalags danska skáldsins Pauls la Cour.6
En er það rétt? Er hægt að segja að íslensk ljóðlist hafi í stríðslok, þegar nýj-
unganna fer fyrst að gæta, verið komin svo af fótum fram að ekki yrði lengra
haldið á þeirri braut? Ljóðabækurnar Úr landsuðri (1939) eftir Jón Helgason,
Ferð án fyrirheits (1942) eftir Stein Steinar, Kvæði (1944) eftir Snorra Hjart-
urson og Ijóð Hannesar Péturssonar í Árhók skálda 1954 virðast reyndar sýna
að svo var ekki, að þanþol hefðbundinnar ljóðlistar var enn töluvert. Eða
hvað? Bersýnilega var þar komið að flest hæfileikamestu skáldin meðal
hinna yngri manna sáu sér ekki fært að halda áfram innan hefðarinnar.
Hvernig stóð á því?
Þeirrar spumingar hefur að sjálfsögðu verið spurt áður. Arið 1967 skrifaði
hlaðmynda Bandaríkjamaðurinn Peter Carleton (Kári Marðarson) doktorsrit-
§urð um „samspil hefðar og nýjunga“ í íslenskri ljóðagerð á 20. öld.7 Hann
aðhyllist þar nýrýni í umfjöllun bókmenntaverka en telur nauðsynlegt að
leita félagslegra og efnahagslegra skýringa þegar kemur að bókmenntalegri
Þróun. Hann viðurkennir þó að erfitt sé að henda reiður á því hvað olli
Umskiptunum í ljóðagerð, svo víðtækar séu breytingamar á lífsháttum öllum
sem hér urðu frá kreppu til eftirstríðsára. Rofið var að hans dómi gagngert.
”Hver sem velti því fyrir sér í alvöru hverskonar Ijóð hann ætti að yrkja við
þessar aðstæður hlaut að fara allt aðrar leiðir en áður tíðkuðust.“8 Varla er
þama komin hin endanlega skýring á ljóðbyltingunni, en eitthvað á þessa leið
hafa þau ungu skáld kannski hugsað sem voru að þreifa fyrir sér um ljóða-
gerð á fimmta áratugnum.
í bréfi sem Sigfús skrifar Jóni Óskari frá París 4. maí 1953 er merkilegur
kafli. Umræðuefnið er stofnun tímarits um ljóðlist og hugsanleg þátttaka Sig-
fúsar sem hefur uppi ýmsar efasemdir um slíkt fyrirtæki en segir svo:
Ég mundi ekki kjósa annað betra en að vera samstarfsmaður í þessum litla hópi: H.S.,
St.H.G., J.Ó., S.D. Það er eins og við höfum kontið í heiminn á sömu mínútunni, við
eigum margt sameiginlegt sem hvorki þeir sem voru á undan né kannski þeir sem koma
á eftir eiga.
Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Jón Óskar, Sigfús Daðason: um-
'T'ælin gefa tilefni til að skoða þessa ,fjórbura‘ saman, og hvem í sínu lagi