Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 144
142
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
Svövu, heldur á sér sérkennilega hliðstæðu í fomum nafna sínum sem var
líka mikill landnemi og nýbyggjari en var víst ekki mjög feiminn við að nálg-
ast konur (en kannski á það einungis við um efnahags- og valdaforsendur
hans).
Sérríflaskan og grjótveggurinn eiga umtalsverðan samleik í sögunni,
komin hvort úr sinni áttinni inn á þetta landnám, þetta nýja borgaralega heim-
ili; erlend guðaveig og hleðsla steina sem sóttir hafa verið í íslenska náttúru.
Um morguninn hafði eiginmaðurinn tilkynnt konu sinni að hann gæti ekki
keypt sérríflösku, allir peningar væru hreinlega búnir. Þeir eru búnir vegna
þess að húsið og sérstaklega grjótveggurinn var svo dýr, en það er dæmi um
kaldhæðni og kímni Svövu, og raunar líka sálfræðilegt innsæi hennar, að láta
átökin snúast um sérríflösku; það er sem dagurinn og veislan velti á þessari
flösku. Hún er tákn sem í senn er tómt og þrungið merkingu. „Mér er svo sem
sama um þetta sérrí“, hafði konan sagt um morguninn, „það bara ætlast allir
til þess“ (VG 12). Frásögnin hefst raunar þegar Snorri er að koma heim, fær-
andi hendi. Ekkert fáum við að vita um ferðir hans eða hvemig honum tókst
að fjármagna flöskukaupin. En átökin um sérríið sitja enn í þeim hjónum.
Hann snerti handlegg hennar, langaði til að „njóta hennar, svæfa óhuginn í
brjósti sér, finna vitund sína heila og óskipta í snertingu við hana. En af
reynslu vissi hann að hér var hvorki staður né stund frekar en nú: hvítur háls-
inn, naktar axlimar undan svörtum aðskomum kjólnum, svuntuslaufan eins
og rósótt skraut á lendum hennar vöktu líkama hans minningar um þrá morg-
unsins. Hann stóð fanginn og ráðalaus á eldhúsgólfinu milli konunnar og
sérríflöskunnar....“ (VG 13).
Þessi stutta tilvitnun sýnir hversu hlaðinn texti Svövu er (ekki þó hlaðinn
í sömu merkingu og veggur, heldur mettaður, án þess að vera þungur) og
hvernig hann miðlar flóknu sambandi tíma og rýmisskynjunar, þrár, fjar-
lægðar og nálægðar. Stundir þeirra þarna í eldhúsinu, að morgni og síðla dags
rétt fyrir veisluna; stundir á milli hversdags og hátíðar, renna saman (þátíðin
í „vissi“ vísar til morgunsins sem rennur í gegnum „hér“ yfir í ,,nú“) og jafn-
framt kemur í ljós að allan þennan dag hefur karlmaðurinn líklega verið fang-
inn milli konunnar og flöskunnar; staðið þar eins og veggur. Eins og í fleiri
sögum Svövu er veggurinn grundvallarmótíf og hann er nátengdur öryggi og
öryggisleysi. „Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir.“ Þessi kunnu
upphafsorð Leigjandans enduróma í mörgum sögum Svövu og þar birtast
fjölmargir veggir sem eiga að fyrirbyggja þessa kennd en gera ekki annað en
að tvíefla hana. Og veggirnir snúa ekki bara út; þeir eru einnig hið innra, inni
á heimilum, rétt eins og hlaðni veggurinn sem er í fyrirrúmi á heimil-
issýningu hjónanna umræddu. Hann er raunar ekki fyrsti veggurinn sem
nefndur er í sögunni, því að þegar Snorri kemur með sérríflöskuna inn í eld-
húsið, svæði konunnar, rís „öryggi" hennar „samstundis eins og veggur á