Andvari - 01.01.2001, Side 147
ANDVARI
AÐ EIGA SÉR STAÐ
145
steypta og malbikaða borgarumhverfi ekki afleiðing af falli úr náttúruheimi,
heldur náttúran í öðrum myndum, og þar líkt og annarsstaðar getur hún verið
dularfull og ógnvekjandi.
III
Svava fór því aðra leið en þeir höfundar sem fjölluðu hvað ákafast um þjóð-
flutningana utan af landi í borgina. Hún virðist veita þessu ferðalagi, sem
gjaman er talið liggja til grundvallar samfélagsþróun síðustu áratuga, litla
athygli, en í verkum hennar birtist það svo kannski í ýmsum öðrum ferðalög-
um sem óbeint tjá uppnám hins kyrrláta dreifbýlissamfélags, og það birtist í
því nýja landnámi sem sögur hennar fjalla margar hverjar um. Það er land-
nám í vestrænum nútíma sem höndlaður er, afmarkaður og innsiglaður með
öllum þeim steinkumböldum sem bæjarbúar eignast og byggja, oft með
ærinni persónulegri fóm. Við fáum ekki að vita hvort hjónin í sögunni
„Veizlu undir grjótvegg“ fluttu til borgarinnar utan af landi; við blasir hins
vegar að þau ákváðu að flytja landið til sín; sjálfur Búlandstindur rís á heim-
ilinu, þessu nýja bú-landi, og þar með er landnámið eiginlega tvöfalt og ætla
mætti að á kæmist sátt borgarlífs og hinnar villtu náttúru. En þessir steinar,
sem eiga að heita tamdir og undirgefnir, virðast segja eitthvað annað en þeim
er ætlað. Snorri spyr um merkingu vegghleðslunnar en kannski fær hann aðra
spumingu á móti: Hver á heima hér?
Tákn hégóma, tákn íslands og íslenskrar náttúru, eða glataðrar náttúru,
öndvegistákn heimilis og „landnáms“ hjónanna; hvernig sem við nálgumst
þennan grjótvegg, er ljóst að hann á að staðfesta, í bókstaflegum skilningi,
eitthvað í lífi þessa fólks, það er bara ekki alveg ljóst hvað það er. Hann
gegnir einskonar helgisiðahlutverki en er jafnframt hluti af þeirri hversdags-
legu umgerð sem heimilið er. Þessi landamæri hefur Svava Jakobsdóttir
kannað sérlega náið; sögur hennar eru iðulega í senn menningarleg og sál-
fræðileg könnun á samspili hversdagsleika og helgisiða. Það má áreiðanlega
segja að hún „afbyggi“ muninn þar á milli, svo gripið sé til hins fræga og oft
frjálslega notaða hugtaks Jacques Derrida.1 Það þýðir ekki að allt renni út í
eitt, heldur birtist lesandanum í staðinn einskonar brotalína. Helga Kress
hefur í grein fjallað um þessa þætti í verkum Svövu. Hún vitnar til orða
Svövu sjálfrar um að kvenleg reynsla sé oftar en ekki falin undir yfirborði
rnenningarlífsins og víkur að því hvemig Svava skapar kvenpersónur sem á
einn eða annan hátt horfast í augu við jaðarstöðu sína. Eg held að slík reynsla
sé einmitt ein helsta uppspretta tómarúmsins sem ég ræddi áðan; andartakið
þegar sjálfsveran sér annarleika sinn, er í senn miðsvæðis og á ystu nöf;
þegar sjálfur sér annan „algerlega“ því að ekkert er þar á milli; fjarlægðin