Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 148

Andvari - 01.01.2001, Side 148
146 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI verður nálægð. Helga bendir á að við þessar aðstæður brjótist „hið fant- astíska" fram í texta Svövu og þá gjaman þegar lýst er „tilfærslu frá einu sviði til annars, t. a. m. brúðkaupi eða flutningi í nýtt hús.“2 Ein tegund ferða- laga í verkum Svövu er einmitt slíkar tilfærslur, sem stundum birtast á íburð- armikinn og íronískan hátt sem „þroskavígsla“, eða það sem á erlendum málum er gjaman tilgreint með hugtaki sem einmitt sameinar helgisið og ferð, sbr. „rite of passage“ á ensku. Þessi brotalína, sem stundum liggur á milli kynjanna í sögum Svövu, gengur líka eins og steypusprunga eftir jarðskjálfta þvert í gegnum hið kyn- bundna hlutverk. Þessi brotalína felst m. a. í mótsögn helgisiðarins, rítúals- ins, því að innleiðslan, vígslan (sem oft er jafnframt, eins og Svava dregur fram, innilokun) felst í atburði sem á að vera einstakur fyrir einstaklinginn, ferð yfir landamæri, einu er lokið og annað tekur við, en þessi lífsfærsla er jafnframt endurtekin athöfn, sameiginleg félagsleg frásögn; staðfesting á því að við erum saman, á sama stað, án þess að spurt sé hver þessi „við“ eru. Andóf Svövu gegn innleiðslunni birtist stundum í ýktum skilningi hinnar einstöku reynslu og þá er það ekki einungis fantasían sem sprettur úr brotinu, sárinu sem opnast, heldur stundum býsna róttækur húmor, jafnvel enn skæð- ari en sú kímni sem felst í flutningi Búlandstinds inn á reykvískt stofugólf. Eftir að hafa komist yfir áfallið sem lýsing Svövu í eftirfarandi tilvitnun veldur, hnykkir manni enn við ítrekaðan lestur á síðustu orðunum. Hér segir af brúðinni í sögunni „Gefið hvort öðru ...“. Beðið hefur verið um hönd hennar og nú líður að giftingunni: Hún opnaði efstu skúffuna í snyrtiborðinu og tók þaðan öxi. Öxina bar hún upp að birt- unni og íhugul á svip renndi hún fingri yfir eggina. Síðan lagði hún aðra hönd á plastdúk- inn, með hinni hóf hún öxina á loft, miðaði, og með snöggu átaki hjó hún af sér höndina. Ekki var laust við að hún fyndi til nokkurs stolts þegar hún virti fyrir sér handbragð sitt. Þetta var snyrtilega gert, furðusnyrtilega er þess var gætt að hún hafði aldrei gert þetta áður. (GH 10) IV Öxi í snyrtiborðsskúffu, orðið „handbragð“ og umsögnin um frumleika þessa gjörnings valda því að óhugnaður og kímni renna hér saman á býsna áleitinn hátt. Eins og oftar leitar lestrarreynslan að hliðstæðri textasmíð, maður hugs- ar til Samuels Beckett, Angelu Carter, o.s.frv., en handbragð Svövu er, svei- mérþá, einstakt og óviðjafnanlegt. Konan í sögunni verður gerandi, þó að það kosti sitt: fórnin verður ekki umflúin. I sögunni „Krabbadýr, brúðkaup, and- lát“ (í Veizlu undir grjótvegg) er gerandinn hinsvegar lesandi. Einnig þar er brúðkaup framundan og stúlkan veit að það fer fram á dánardægri hennar;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.