Andvari - 01.01.2001, Síða 156
154
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
teikn. Steinn er tákn dauðans; við segjum að einhver sé „steindauður“ og
leggjum auk þess steina á grafir; en steinninn er líka lifandi náttúra. Þannig
er hús dauður hlutur í vissum skilningi en öðrum þræði er það lifandi um-
gjörð og vettvangur, og rennur saman við heimilið og mannfólkið (sbr. orðið
„hús“ í merkingunni ætt eða fjölskylda í ýmsum tungumálum).
En umfram allt er steinn þó tákn jarðarinnar, í margföldum skilningi þess
orðs. I bók sem nefnist Staðarandi fjallar Frederick Turner um það hvernig
bandarískir höfundar urðu að finna sér rætur í norðuramerískri jörð áður en
þeir gátu farið að skapa lífvænlegan skáldskap sem skar sig frá hinni bresku
hefð. Hann vitnar í orð rithöfundarins og heimspekingsins Ralphs Waldos
Emerson um að Bandaríkjamenn verði að „skera stein úr jörð án handa“. Þeir
verði að finna eigið bjarg, stað og stöðugleika til eigin sköpunar. Turner teng-
ir þetta myndmál við hið forna goðsögulega hlutverk steinsins sem vemdar-
grips er fól í sér og táknaði helgi staðarins, jarðarskikans."
VIII
Skáldsagan Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur fjallar á margslunginn
hátt um slíka staðhelgi, um steininn í hinum ýmsu myndum, ekki síst sem
umgjörð húsnæðis í jörð auk þess sem sagan fjallar um ferð til undirheima í
ýmsum skilningi - og er þá ónefnt að sagan snýst líka um mátt mannverunn-
ar til að bylta eða eyða lífi á allri jarðarkúlunni, þessari steinvölu sem svífur
í ómælinu. Mæðgur tvær yfirgefa heimili sitt og lenda hvor um sig í óvæntri
leit sem leiðir þær út á jaðar og undir yfirborð borgaralegs samfélags, í fang-
elsi, en jafnframt inn í goðsögulegan heim þar sem gyðjan Gunnlöð gætir
kersins helga og er ætlað að vígja konung til hásætis. Og veldi Gunnlaðar er
ríki steinsins, en hann er þó jafnframt náttúruafurð. A einum stað er talað um
„ófullburða grjót“ sem menn meðhöndla og umskapa í málm (GS 116).
Steinninn táknar í víðasta skilningi alla þá náttúru, það jarðarmegin, sem
mannverunni stendur til boða og hún getur nýtt til góðs og ills.
Þegar dóttirin, Dís, gengur sem Gunnlöð um „völundarhúsið“ að sal gyðj-
unnar, birtist steinaríkið í öllu sínu veldi, stærð og smæð, í texta Svövu.
Önnur gyðja, örlagagyðja, leiðir för og nafn hennar minnir líka á umhverfið:
Urður. „Jarðgöng lágu að sal gyðjunnar. Þangað fórum við. Steinn var við
hvorn enda jarðganganna og grind fest á. Utsteinn og innsteinn. Hnitbjörg
sem læstust um óverðugan og lokuðu hann inni í þessum myrku göngum. Sá
sem sat fastur í millum þeirra var hvorki lífs né liðinn.“ Þar er kannski komið
enn eitt dæmið um tómarúm. Þær ganga inn göngin og við blasa helgar
skepnur „ristar á steinana“.