Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 163

Andvari - 01.01.2001, Side 163
ANDVARI „SAMFERÐAMENN MÍNIR MEGA FYLKJAST UM MIG OG HLÝÐA Á JÁTNINGAR MÍNAR" 161 getið af sér hefð sem enn sér ekki fyrir endann á og ná áhrifin til skáldsagna ekki síður en til sjálfsævisagna. Það sem helst markar tímamót í aðferð Rousseau er hvemig hann leitar aftur í bamæskuna til þess að útskýra per- sónuleika sinn; hann gerir sér grein fyrir því að áhrif sem börn verða fyrir á fyrstu árum ævinnar setja varanlegt mark sitt á sjálfsmynd þeirra, persónu- leika og lífsferil. Hafa verður í huga að þetta er fyrir tíma Freuds og sálar- fræðinnar og löngu áður en menn gerðu sér almennt grein fyrir mikilvægi bemsku- og uppvaxtarára fyrir farsæld fullorðinsáranna. Með sjálfsævisögum Ágústínusar og Rousseau verða til bókmenntalegar formgerðir sem ótal síðari tíma höfundar virðast hafa tekið mið af við sjálfs- ævisagnaritun. Ágústinus segir sögu af falli, frelsun og upprisu og þetta ferli skýtur upp kollinum í ótal síðari tíma sjálfsævisögum og má meðal annars sjá í þeim verkum sem marka upphaf íslensku sjálfsævisögunnar. Rousseau ritar þroskasögu og varnarrit sem einnig gat af sér óteljandi verk svipaðrar teg- undar þegar fram liðu stundir. III Hér að framan hefur upphaf hinnar vestrænu sjálfsævisögu verið rakið í gróf- um dráttum og með miklum einföldunum. Það segir sig sjálft að engin bók- menntategund stekkur fullsköpuð fram í einu eða tveimur verkum en það getur þó verið gagnlegt að draga fram skýrar útlínur í þeirri tilraun að kalla fram eðli og einkenni tegundarinnar. í kaflanum „Bókmenntir um sjálfið" í íslenskri bókmenntasögu III skrifar Matthías Viðar Sæmundsson: Þegar sjálfsævisagan er skoðuð kemur í ljós að hún er sprottin upp úr margs konar texta- gerðum, upphafið er ekki heilt og samfellt heldur ósamstætt, sett saman úr brotum héðan og þaðan. Það má til dæmis sjá af íslenskum sjálfsævisögum 18. aldar en innan þeirra mættust hefðir þjóðsagna, helgisagna og skáldsagna. Þetta veldur því að sögulegt yfirlit er miklum annmörkum háð. Setja verður fyrirvara við hugtök eins og upphaf, uppruna, byrjun og tilurð, rétt eins og gildir um skáldsöguna.3 Með slíkan fyrirvara í huga má þó rekja upphaf íslenskrar sjálfsævisagnarit- unar til ferðasagna sem ritaðar voru á fyrri hluta 17. aldar. Menn sem heim- sótt höfðu framandi lönd lýstu reynslu sinni í formi endurminninga og báru slíkar frásagnir ýmist keim hlutlægrar frásagnar þar sem áherslan var á að lýsa hinum framandi slóðum eða þær báru vitni persónulegri, tilfinningalegri upplifun höfundar sem lagði minna upp úr hlutlægum lýsingum. I þessum sögum var hvorki leitast við að segja heildstæða sögu af lífsferli þess sem skráði frásögnina né var um að ræða að höfundarnir túlkuðu eigið sálarlíf frá bemsku til fullorðinsára. Eða, svo notað sé orðalag Matthíasar Viðars, þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.