Andvari - 01.01.2001, Page 166
164
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
ANDVARI
mörgum síðari tíma verkum þótt skilgreiningin komi fyrst fram hjá Guðbergi
Bergssyni 1997.13 Benedikt og Matthías leita báðir aftur til bamæsku sinnar
til að útskýra persónuleika sinn, líkt og Rousseau gera þeir sér grein fyrir
áhrifum bemskunnar á sjálfsmynd og sjálfsskilning einstaklingsins. I Dœgra-
dvöl skrifar Benedikt meðal annars:
Þó að foreldrum mínum þætti vænt um mig, þá voru mér ekki blíðleg atlot sýnd né vina-
legt viðmót; ég varð snemma einstæðingslegur, og hefur það ráðið allri stefnu minni
seinna og verið orsök til þeirrar alvöru, sem mér er tamt að geyma með sjalfum mér, þó
ég annars á seinni árum hafi orðið glaðlyndari ofan á.14
Eitt af því sem gerir frásögn Benedikts óvenjulega á síns tíma mælikvarða er
sú staðreynd að hann gerir mun á sjálfum sér sem sögumanni og sjálfum sér
sem sögupersónu. Sams konar klofningur á milli sögumanns og sögupersónu
kemur einnig fram í sjálfsævisögulegum verkum Þórbergs Þórðarsonar.l?
Yfirlýstur tilgangur Matthíasar Jochumssonar var „að rita sögu sfns innra
lífs“16 og „að reyna eftir minni og megni að skýra fyrir niðjum [sínum] og
vinum uppruna [sinn] og andlegan vöxt úr óviti bernskunnar, lundemi [sitt]
og innri og (að nokkru leyti) ytri kjör, svo og samband [sitt] og viðskifti við
umheiminn."17 Inngangur Matthíasar að verkinu er merkileg lesning, ekki
síst fyrir það hversu vel hann gerir sér grein fyrir annmörkum þess að koma
liðnum tíma, hugsunum og sjálfsskilningi til skila í frásögn. En hann vill
fremur „eftirláta vinum [sínum] eftirmynd þeirrar skuggsjár“ sem hann skoð-
ar sig í undir lok ævi sinnar og segir vera „dauft gler og ófullkomið" heldur
en að „láta þá eingöngu styðjast við tilgátur og dóma annara manna“.lx Eins
er þekking og skilningur Matthíasar á þeirri sálarfræði sem var í mótun á
þeim tíma sem hann ritar sögukafla sína (1905-1915, með hléum) athyglis-
verð, svo og eindreginn vilji hans til að kafa í djúp eigin sálarlífs. Jón Aðal-
steinn Bergsveinsson hefur skrifað athyglisverða grein um sjálfsævisögu
Matthíasar þar sem hann lýsir meðal annars erfiðri glímu skáldsins við að
koma sínu innra lífi til skila í verkinu þrátt fyrir góðan ásetning. Jón Aðal-
steinn ræðir líka um handritin sem til eru að söguköflum Matthíasar og sýna
hvernig hann gerði ótal atlögur að efninu, hætti og byrjaði aftur án þess þó
að geta lokið verkinu. Það kom síðan í hlut sonar hans að ritstýra verkinu og
„búa til“ þá bók sem síðan var gefin út. Niðurstaða Jóns Aðalsteins er þessi:
Matthías vildi vera einlægur í frásögn sinni um eigin ævi, [...]. En Matthías var tvístíg-
andi. Hann gat ekki gert grein fyrir „hinu innra lífi“, það tilheyrði hjartanu, og varð ekki
skilið nema með innsæi, kennd og tilfinningum. Matthías varð orðlaus gagnvart sjálfum
sér er hann gerði sér grein fyrir því að í skáldskapnum leyndist leið að hans eigin sjálfi.
Þann veg vildi hann forðast, því úr skáldskapnum kæmi aðeins óljós eftirmynd. En það
varð að duga. Ekki varð nær komist hinu „innra lífi“. En þar var „alt óskýrt eða
hálfskýrt, eða þá sundurslitið og flest án lifandi litbrigða.“19