Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 169

Andvari - 01.01.2007, Síða 169
ANDVARI FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR 167 raðað er eftir tekjum, og að sumir hópar geta ekki fullnægt þörfum annarra nægilega vel til að teljast að fullu gjaldgengir á markaðnum, til dæmis gam- almenni, fatlað fólk og langveikt. John Rawls er sá stjórnmálahugsuður ásamt Hegel, sem hefur gert skarplegast grein fyrir heimspekilegum forsendum raunverulegs velferðarríkis. Rawls nálgaðist jöfnuð úr annarri átt en Hegel. I Kenningu um réttlœti, sem kom út 1971, spurði hann, hvers konar skipulag hagsýnir menn myndu velja, ef þeir vissu ekkert fyrir um, hvernig hagur þeirra sjálfra yrði í því, en kynnu samt sem áður skil á helstu staðreyndum og lögmálum mannlífsins.10 Rawls sagði, að undir slíkum „fávísisfeldi“ (e. veil of ignorance) myndu þeir semja um, að menn nytu ekki áskapaðra hæfileika, því að slíkir hæfileikar dreifðust á menn eftir tilviljun, en ekki eftir neinu réttlætislögmáli. Menn hefðu ekki unnið til námsgáfna sinna, líkamsfegurðar, söngraddar eða annarra vöggugjafa og ættu þess vegna ekki að njóta einir tekna af þeim, heldur deila með öðrum. Þess í stað myndu menn undir fávís- isfeldinum velja leið minnstu áhættu og semja um, að kjaramunur gæti helgast af því einu, að þeir, sem byggju við verstu kjörin, nytu samt eins góðra kjara og framast væri kostur á. Þeir myndu „hámarka lágmarkið“, eins og Rawls orðaði það. Samkvæmt réttlætiskenningu Rawls ætti ekki að jafna kjör, heldur bæta kjör hinna verst settu eins og auðið væri. Þetta gæti hugsanlega haft í för með sér ójafna tekjuskiptingu, en réttlæting hennar væri þá sú, að hún gagn- aðist þeim, sem minnst mættu sín. Undir fávísisfeldinum myndu menn verja sig gegn versta kostinum, sem væri einmitt að lenda í hópi hinna verst settu, og þess vegna semdu þeir um að gera kjör hans sem best.11 Kenning Rawls vakti óðar mikla athygli. Ekki þótti síst um það vert, að jafnaðarstefna hans var öfundlaus.12 Hann hafði ekki áhyggjur af hinum ríku, heldur hinum fátæku. Ekki átti að jafna kjör til þess eins að jafna þau, heldur aðeins í þágu hinna verst settu. En frjálslyndir heimspekingar sáu strax ýmsa annmarka á kenningu Rawls. Hvers vegna yrði til dæmis samið um það undir fávísisfeldinum, að menn nytu ekki áskapaðra hæfileika og þeirra tekna, sem af þeim flytu? Mótsögn kann að vera fólgin í því, að annars vegar hugsi viðsemjendur undir feldinum um eigin hag og kunni skil á helstu staðreyndum og lögmálum mannlegs samlífs, svo að þeir séu vissulega hæfi- leikum búnir, og að hins vegar horfi þeir fram hjá því, sem þeir vita um sjálfa sig samkvæmt skilgreiningu, og meina fólki að njóta áskapaðra hæfileika. Enn fremur verður engu um það breytt, að menn fæðast með ólíka hæfileika, þótt þeir eigi þá ekki skilið. Hæfileikarnir eru fastir við þá, ef svo má segja. Einstaklingar njóta til dæmis líkamsfegurðar sinnar, hvort sem öðrum líkar það betur eða verr.13 Getur ekki verið, að slíkir hæfileikar séu órjúfanlegir þættir einstaklingseðlisins? Segir réttlætistilfinningin okkur ekki, að menn eigi tilkall til slíkra hæfileika, þótt þeir eigi þá ekki skilið? Og eiga aðrir þessa hæfileika frekar skilið? Einn snjallasti gagnrýnandi Rawls, samkennari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.