Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 10

Andvari - 01.01.2008, Page 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Það varð ekki framhald á afskiptum Sigurbjörns af þjóðmálum. Menntun presta og síðar forusta þjóðkirkjunnar varð meginvettvangur hans. Eftir að hafa gegnt kennslustarfi við guðfræðideild Háskóla íslands hálfan annan áratug var Sigurbjörn kjörinn biskup íslands 1959 og gegndi því embætti til 1981. í vitund þjóðarinnar lyfti hann þessu embætti upp yfir hina formlegu stöðu þess, hann varð í margra augum Biskupinn meðan hann lifði. Þarna var ekki aðeins um að ræða forustu fyrir ákveðinni opinberri stofnun eins og þjóðkirkjan er, heldur varð Sigurbjörn biskup sterkasti málsvari kristinnar trúar í samtímanum. Hér komu til yfirburðir hans sem prédikara sem voru alveg efalausir. Hann náði athygli þjóðarinnar, jafnt staðfastra trúmanna og hinna sem veikari voru í trúnni en skynjuðu þó hve gildan þátt kristindóm- urinn á í menningu þjóðarinnar og hve miklu skipti að málstaður hans fengi að njóta sín í þjóðlífinu. * Um Sigurbjörn Einarsson hefur ýmislegt verið ritað. Sigurður A. Magnússon samdi ævisögu hans, Sigurbjörn biskup, sem út kom 1988. Þetta er efnismikil bók og fróðleg, rekur feril biskups glöggt og skilmerkilega, frá sjónarhóli náins samferðamanns og aðdáanda frá ungum aldri. Um prédikunarstarf Sigurbjörns má sérstaklega benda á grein eftir Pál Skúlason prófessor í heim- speki, „Kennimaður kristninnar“, sem prentuð er í afmælisriti biskups, með úrvali úr ritum hans, Coram Deo - fyrir augliti Guðs, 1981 (endurprentuð í geinasafni Páls, Pœlingum, 1987). Það er meginviðfangsefni Páls Skúlasonar að lýsa því hvernig Sigurbjörn talar máli kristninnar á tímum víðtækrar afkristnunar og afhelgunar sam- félagsins. Kirkjan hefur smám saman misst ítök sín í þjóðfélaginu. Trúin á Guð hefur með sama hætti þokað úr almennri umræðu, hún er talin einka- mál og kristinn boðskapur litinn hornauga, jafnvel kristilegt siðferði, eins og æ oftar kemur fram í umræðunni. Það gerðist að vísu ekki fyrr en á síðustu æviárum Sigurbjörns að tekið var að amast við kristnum boðskap í uppeldi, í barnaskólum og leikskólum. - Páll rekur í grein sinni, með tilvísun til nýguð- fræðinnar fyrrnefndu, að margir guðfræðingar hafi brugðið á það ráð í eina tíð að reyna að laga hina kristnu kenningu að þeirri afhelgun veraldarinnar sem þeir stóðu frammi fyrir: í heimi án helgidóma þar sem allt á að lúta valdi mannsins, eða þar sem allt á að vera útskýranlegt, rekjanlegt eftir leiðum mannlegrar rökvísi, sáu þeir ekkert pláss fyrir leyndardóma trúarinnar, engan stað fyrir Jesú sem eiginlegan og sannan son Guðs, sendan í heiminn til að líða fyrir syndir manna og frelsa þá úr viðjum hins illa. Kristin kenning skyldi öll vera í samræmi við hina bjartsýnu trú manna á eigin getu til að leysa öll vandamál og allar gátur. Allt tal um fráhvarf mannsins frá Guði, villu mannsins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.