Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 11

Andvari - 01.01.2008, Page 11
andvari FRÁ RITSTJÓRA 9 rangsleitni, væri svartsýnisraus, úrelt speki frá myrkum miðöldum, þegar mönnum hafi verið haldið í algjörri fáfræði um eigið afl og ágæti. Eg held að enginn hafi átt eins mikinn og góðan þátt í því hérlendis og séra Sigurbjörn að leiðrétta þennan djúpstæða misskilning á kristinni kenningu og á þeirri upplýsingu um mannlega tilveru sem í henni felst. í því er uppgjör hans við samtíma okkar öðru fremur fólgið. Hann reyndi ekki aðeins að leiðrétta guðfræðina og þá stefnu sem hún hafði tekið hér fyrr á öldinni, heldur hefur hann leitast við að sýna fram á þær margvíslegu blekkingar og hleypidóma sem hin blinda trú á endalausar framfarir hefur getið af sér. Því fer fjarri að erindi hans til okkar sé lokið: Blind trú á mátt okkar til að ráða fram úr öllum vanda og fara með lífið að vild okkar byrgir okkur enn sýn á þann tilgang og þau verðmæti sem máli skipta. (Coram Deo, 39-40) Hver er leyndardómurinn í áhrifavaldi Sigurbjörns Einarssonar sem prédik- ara? Því er torvelt að svara. En í slíkri ræðumennsku duga ekki mælskubrögð- in ein, hversu vel sem prédikarinn kann að hafa þau á valdi sínu. Ahrifa- máttur orða Sigurbjörns felst áreiðanlega í því hve sannfærður trúmaður hann var sjálfur, altekinn af þeim boðskap sem honum var á hendur falinn. Á aðfangadagskvöldi talaði hann til þjóðarinnar í sjónvarpssal með þeim hætti að hlýtt var af vakandi athygli um land allt. En hann þakkaði það ekki eigin áhrifamætti hversu boðskapurinn komst til skila. í síðustu jólaræðu sinni 1980 sagði hann að það hefði verið gleði sín og styrkur þegar hann hafi feng- ið að flytja jólaboðskapinn úr þessum sal, „að ég veit á hvern ég trúi. Það er hans gjöf, ekki afrek mitt eða verðleikur að neinu leyti. Ég boða yður mikinn fögnuð, sagði fyrsti boðberi jólanna. Hann „átti“ ekki þann sannleika, sem honum var falið að flytja, en hann var allshugar glaður að mega fara með þau skilaboð. Og þau áttu hann. Sannleikur þessara boða átti hann allan, hugur og tunga voru á valdi þessa erindis. - Ég vildi að það væri eins með mig. Og að því leyti sem ég á einhverju hlutverki að gegna hér í sjónvarpssal á jólanótt eða hef átt um næstliðin 14 ár, þá er það þetta: að skila gagnteknum huga því orði sem er jólanna fyrsta og síðasta.“ (Coram Deo, 185) Ymsar ræður og prédikanir Sigurbjörns Einarssonar eru minnisstæðar. Þær eru til í mörgum bókum; nýlega voru þrjú prédikanasöfn hans endurútgefin i stórri bók, Meðan þín náð. Rœður á helgum og hátíðum, 2006. Fyrir utan það eru tækifærisræður hans af ýmsum tilefnum. - Svo vill til að samtímis því að Sigurbjörn Einarsson er kvaddur minnumst við aldarafmælis eins höf- uðskálda tuttugustu aldar, þess sem einna best hefur túlkað anda síns tíma, Steins Steinars. Um skáldskap hans er fjallað á öðrum stað í þessum árgangi Andvara. Sigurbjörn flutti minningarræðu við útför skáldsins fyrir fimmtíu srum með þeim hætti að ógleymanlegt er. Hann skildi Stein næmum skiln- mgi, sá hina andlegu sókn og trúarþörf í ljóðum hans á bak við háð, kerskni og ólíkindalæti. Það sama hafa aðrir menn raunar drepið á síðar á prenti. „Steinn tjáði sig aldrei allan, engum,“ segir Sigurbjörn. „Og það er meira í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.