Andvari - 01.01.2008, Qupperneq 12
10
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
einum manni en nokkurt ljóð fær tjáð. Hið sannasta kvæði er aldrei annað
en hálfkveðin vísa, miðað við allt sem inni fyrir býr, einn tónn af mörgum.
Hann getur verið hinn ómríkasti, tærasti, fyllsti, og hann getur túlkað það
frábærlega vel, sem vill brjótast fram á stundu sköpunarinnar, en hann nær því
sjaldan til fulls. Það er löngum eitthvað handan orðanna, handan formsins,
sem andann grunar, en nær ekki tökum á, eitthvað sem hugur skynjar, en fær
ekki túlkað. Og stundum dyljast menn í orðum sínum en opinbera ekki.“ (Um
ársins hring, 1964, 254-55)
Næmleiki Sigurbjörns Einarssonar á skáldið Stein leiðir hugann að því að
hann var sjálfur skáld. A seinni hluta ævinnar kom hann fram sem sálma-
skáld og á margt í núgildandi sálmabók, einkum þýðingar. Einnig er til safn
af sálmum hans og ljóðum, útgefið 1996. Má telja Sigurbjörn fremsta sálma-
skáld með íslendingum eftir daga Valdimars Briem. Og hann þýddi með
miklum ágætum Ijóð eftir sænska skáldið Hjalmar Gullberg (nokkur komu í
Andvara 1991). Um þýðingar Sigurbjörns sagði Olafur Jóhann Sigurðsson að
honum hefði einum manna tekist að þýða ljóð hins sænska skálds á íslensku
án þess að það glataði hinum sérstæða tóni sínum, alvöru sem aldrei er
of hátíðleg og seiðandi mystik. (Bolli Gústavsson: Litið út um Ijóra, 1985,
109-10). Þetta eru stór orð ef litið er til þess að ekki ómerkari ljóðaþýðandi
en Magnús Ásgeirsson lagði sérstaka rækt við að þýða Gullberg.
*
Þegar maður eins og Sigurbjörn Einarsson er kvaddur er margs að minnast
fyrir hvern og einn og má ef til vill ljúka þessum pistli á persónulegum vitn-
isburði. Sá sem þetta ritar er einn af fjölmörgum sem Sigurbjörn hreif ungan.
Eg var tólf ára sveinn norður á Dalvík þegar frá því var skýrt í fréttum útvarps
í ársbyrjun 1959 að nú ætti að kjósa nýjan biskup. Við ræddum þetta heima
og fólk tilnefndi ýmsa kunna klerka sem til greina kæmu að taka við þessu
virðulega embætti. Af einhverjum ástæðum nefndi ég Sigurbjörn Einarsson.
Ekki er mér vel ljóst hvers vegna hann var mér efstur í huga. Þá hafði ég
aldrei séð manninn og vissi sama og ekkert um hann, því síður um skoðanir
manna í klerkastétt. En einhvern veginn hafa orð Sigurbjörns í útvarpinu náð
til mín, eða einhver ummæli í blöðum, og sannfært mig um að þarna færi
fremsti prestur í landinu. Sú sannfæring haggaðist aldrei síðan. Árið sem ég
var fermdur bar hann fyrst fyrir augu mín þegar hann kom til að vígja nýju
kirkjuna okkar á Dalvík og ég var viðstaddur þá athöfn.
Næst sá ég Sigurbjörn og heyrði í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri, -
hann kom þangað og talaði á Sal. Mátti heyra saumnál detta þegar biskupinn
flutti mál sitt fyrir nemendum, sem voru þó margir lítt ginnkeyptir fyrir krist-
indómsboðun almennt. Síðan fór það svo að ég sat mig ekki úr færi að hlýða á