Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Síða 20

Andvari - 01.01.2008, Síða 20
18 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI þrátt fyrir þjáningar sjóveikinnar, svefnleysi og mikla þreytu í fiskihrotum og iðjuleysi í frátökum.7 Athyglisvert er hvaða atriði sjósóknarinnar voru löngu síðar minnistæð- ust skólastjóranum til eftirbreytni: Nákvæmni, þegar ýtt var frá landi og í lendingu, sameining mannsaflsins og órofa samheldni skipshafnarinnar alltaf og allsstaðar, þegar þess var krafizt.8 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði var stofnaður 1882, næstfyrstur íslenskra gagnfræðaskóla, Möðruvallaskóli í Hörgárdal var tveimur árum eldri. Skólastjóri Flensborgarskóla frá stofnun hans til ársins 1908 var Jón Þórarinsson, síðar fræðslumálastjóri. Hann var sem kunn- ugt er meðal helstu frömuða og forgöngumanna alþýðumenntunar á íslandi. Hann hafði kynnt sér uppeldis- og skólamál bæði í Danmörku, Þýskalandi og Englandi. Samkennarar hans á skólaárum Bjarna Bjarna- sonar voru m.a. Jóhannes Sigfússon, síðar menntaskólakennari, sr. Magnús Helgason, sem varð skólastjóri Kennaraskólans við stofnun hans 1908, og Ögmundur Sigurðsson frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi sem tók við skólastjórn af Jóni Þórarinssyni þegar hann varð fræðslumála- stjóri 1908. Flensborgarskólinn var um þetta leyti tveggja ára skóli en auk þess starfaði við hann kennaradeild frá 1896. Gagnfræðanemar litu upp til kennaranemanna og reyndar voru mörg dæmi um að gagnfræð- ingar réðust til kennslu. Fyrsta starfsár Kennaraskólans 1908-1909 voru samskipti milli skólanna og gagnkvæmar heimsóknir. í afmælisviðtali við Bjarna 75 ára kveðst hann hafa hrifist af gjörvilegum mönnum er hann sá við þau tækifæri; einn þeirra nafngreinir hann sérstaklega, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem hann kveðst þá hafa séð í fyrsta sinn.9 Þessi kynni Bjarna af kennaraskólafólki urðu til þess að hann sett- ist ásamt 22 öðrum í 1. bekk Kennaraskólans haustið 1909; hann var þá þriggja ára skóli og lauk Bjarni þaðan kennaraprófi vorið 1912. Samkvæmt prestsþjónustubók Arnarbælis fluttist hann frá Auðsholti til Reykjavíkur árið 1910. Hann hefur þó flutt heimilisfang sitt aftur að Auðsholti því að árið 1913 er hann meðal brottvikinna úr Arnarbælissókn, titlaður kennari og þá sagður flytjast frá Auðsholti til Hafnarfjarðar. Hann hafði lokið kennaraprófi 1912 og fengið kenn- arastöðu það ár við Barnaskóla Hafnarfjarðar. Vigdís móðir hans mun hafa verið í Auðsholti allt til 1914 því að til þess árs var hún sem fyrr segir ljósmóðir í Ölfusi austan Varmár10. Hún fluttist til Reykjavíkur og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.