Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 44

Andvari - 01.01.2008, Side 44
42 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI Bjarni reiðubúinn að annast fyrst um sinn, a.m.k. þar til skólinn yrði sjálfstæð stofnun, líkt og hann hafði áður gert fyrir húsmæðraskólann, og bauð að eigin sögn menntamálaráðherra að veita „menntaskólanum forsjá án nokkurs endurgjalds, unz kominn væri fullskipaður mennta- skóli, en að forfallalausu yrði það haustið 1953“.63 Ráðherraskipti urðu árið 1950: Framsóknarmaðurinn Eysteinn Jóns- son hafði sem menntamálaráðherrra gefið munnlegt leyfi fyrir Skál- holtsdeildinni 1947; það hafði verið látið nægja ásamt samvinnu við MR um mat á prófum. Nú varð sjálfstæðismaðurinn Björn Ólafsson menntamálaráðherra en Eysteinn fjármálaráðherra. Þegar Bjarni bauðst til að veita skólanum forstöðu fyrst um sinn benti Björn honum á að hann „væri réttlaus, skorti skilyrði, þ.e. háskólapróf‘.64 Og enda þótt 100.000 króna fjárveiting til menntaskóla á Laugarvatni hefði komist á fjárlög fyrir árið 1952 neitaði ráðherrann að stofna skólann. Árin 1951- 1952 lá reyndar nærri að syrfi til stáls milli Bjarna og menntamálaráðu- neytisins sem minnti á að menntaskólakennslan hefði verið í óleyfi þess og fjárveitingin allt of lág til að koma nýjum skóla á fót.65 Síðar kallaði Bjarni þessi átök „tveggja ára orrahríð um að koma menntaskólamálinu fyrir kattarnef“.66 Á sama tíma var hann óþreytandi að kynna mennta- skólakennsluna „með samtölum, einkaviðtölum og blaðagreinum“67 og hvetja landsprófsnemendur utan þéttbýlisins og forráðamenn þeirra til að koma að Laugarvatni. Þannig segir hann í bréfi til landsprófs- nemenda víðs vegar um land sumarið 1951: „Málefni þessu, stofnun menntaskóla í sveit, er mestur og beztur stuðningur veittur með því að sækja um skólavist á Laugarvatni“.68 Alþingi samþykkti fyrir árið 1953 fjárveitingu „Til menntaskóla á Laugarvatni kr. 339.846“ án þess að um hana yrðu nokkur átök69 og einnig kr. 250.000 til byggingar skóla- stjóraíbúðar. Frumkvæði að formlegri stofnun skólans 12. apríl 1953, í stað þess að bíða haustsins og þiggja ókeypis stjórn Bjarna þangað til, virðist hafa komið frá menntamálaráðuneytinu og hefur þess verið til getið að fyrirhugaðar alþingiskosningar um sumarið hafi haft þar áhrif; menntamálaráðherra hafi viljað tryggja áhrif sín á veitingu skólameist- arastöðunnar.70 Bjarni getur slíks hvergi og hér skal engum getum að því leitt. Óneitanlega var það aðgengilegra fyrir nýjan skólameistara að hafa rúman tíma til að kynnast aðstæðum og undirbúa nýtt skólaár. Forysta og frumkvæði Bjarna var rækilega áréttað við hina opinberu athöfn er skólinn var stofnaður, honum var falið að annast athöfnina og vera fyrsti ræðumaður að lokinni bæn sóknarprestsins.71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.